fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ragnar boðar byltingu hinna gulu vesta á Íslandi: „Ég pantaði mér gult vesti í dag, á ég að panta fleiri?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. desember 2018 11:57

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir stjórnvöld harðlega í stöðufærslu á Facebook og segist hafa pantað gult vesti líkt mótmælendur í Frakklandi skarta. Ljóst er að hugmyndir hans hafa nokkur hljómgrun því á örstuttum tíma hefur fjöldi manns lækað færsluna.

Mótmælin í Frakklandi, sem kennd eru við gul vesti sem mótmælendur klæðast, hófust í nóvember vegna skatta á eldsneyti sem ætlað var að kosta aðgerðir franskra stjórnvalda til þess að draga úr loftmengun. Þau leiddu til götuátaka í París þar sem kveikt var í bílum og búðum og hafa þróast yfir í mótmæli gegn Emmanuel Macron forseta og meintrar stefnu um að halda niðri lágtekjufólki en hygla þeim ríku.

Ragnar telur upp nokkur hneykslismál á Íslandi undanfarið, en af þeim er nóg af taka. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór.

Hann segir að stjórnmálastéttin á Íslandi lofi öllu fögru í aðdraganda kosninga en ávallt er lítið um efndir. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskránni. Ég pantaði mér gult vesti í dag. Á ég að panta fleiri?,“ segir Ragnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga