fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Svein Jemtland í 18 ára fangelsi

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. desember 2018 09:37

Samsett mynd/NRK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmaðurinn Svein Jemtland, var í morgun dæmdur í 18 ára fangelsi í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar fyrir morðið á Janne Jemtland, eiginkonu sinni, sem var myrt 29. desember í fyrra. Greint er frá þessu á vef NRK.

Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi. Hvarfið olli íbúum Brumunddal hugarangri, en íbúar í þessum litla bæ, rúma hundrað kílómetra norður af Osló, eru rétt um tíu þúsund talsins.

Sjá einnig: Eiginmaður Janne Jemtland handtekinn

Svein tilkynnti um hvarf Janne og fannst hún ekki fyrr en 13. janúar, þá á botni árinnar Glomma með bílrafhlöður bundnar við líkið og skotsár á höfði.

Hjónin höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu kvöldið 29.desember og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Annar sonur hjónanna segist hafa heyrt hávaða fyrir utan húsið kl. 2:15.. Þegar hann heyrði hávaðann mun hann hafa sent móður sinni SMS-skilaboðin: „Mamma?!“.

Byssan sem Svein notaði var af gerðinni Makarov, henni var stolið í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein var í frönsku útlendingahersveitinni í rúma tvo áratugi og gegndi herþjónustu meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“