fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“

Auður Ösp
Mánudaginn 10. desember 2018 17:00

Ljósmynd/Facebooksíða átaksins Fólkið í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Reha Stefánsdóttir var tíu ára gömul þegar hún fluttist með fjölskyldu sinni frá Filippseyjum til Íslands, þar sem þau settust að á Laugarvatni. Hún var aldrei lögð í einelti í litla bænum og þar leið henni vel. Í dag á hún dreng á grunnskólaaldri sem verður fyrir aðkasti í skólanum.

Anna Reha er ein af þeim sem segja sögu sína í tengslum við átakið Fólkið í Eflingu en hún starfar við heimaþjónustu á morgnanna og við eldhússtörf á skyndibitastað á kvöldin.

Þegar hún kom fyrst til Íslands fannst henni lífið þar frekar tilbreytingarlaust miðað við Filipseyjar en þar var hægt  að leika sér úti öllum stundum.

„Börn á Filippseyjum eru ekki með öll þessi leikföng, og fáir eiga efni á tölvu, þau eru úti undir berum himni að leika sér. Ég er liðug og stundaði fimleika og fékk krakkana á Laugarvatni til þess að dansa og koma með mér í teygjutvist, þar sem maður hækkar teygjuna og reynir að hoppa yfir, ég var minnst af krökkunum og stökk hæðst. Hérna eru krakkar of mikið innandyra, sérstaklega á veturna, eins og börnin mín, þau vilja vera í tölvunni og ég er sífellt að reyna fá þau til þess að fara út að hreyfa sig.“

 Anna Reha var búin með eitt ár í menntaskóla þegar örlögin gripu í taumana: hún kynntist manninum sínum og eignuðust þau barn. Börnin eru í dag þrjú talsins. Anna hafði ekki tök á því að klára nám og fór út á vinnumarkaðinn.

„Ég vinn í eldhúsinu á Hraðlestinni ásamt vinnunni hérna í heimaþjónustunni. Hérna þríf ég íbúðirnar hjá gamla fólkinu, baða, gef þeim lyfin og sinni því sem þarf.

Við hjónin borgum 160 þúsund krónur í húsaleigu sem þykir vel sloppið í dag. Ég á tvö börn sem eru í skóla og þriðja barnið er heima. Mamma getur ekki unnið út af bílslysi sem hún lenti í og hjálpar mér heilmikið, það munar miklu. Ég vinn 70 prósent í heimaþjónustunni og fæ um það bil 180 þúsund krónur borgað fyrir það, ég mæti kl. 9 og klára kl. 13 og tek síðan kvöldvaktir á Hraðlestinni og upp úr því hef ég í kringum 120 þúsund krónur. Samtals er ég með í kringum 300 þúsund á mánuði.“

Anna segist helst vilja búa á Laugarvatni af því þar er svo rólegt en börnin vilja það ekki og þar er heldur enga vinnu að fá.

„Þegar ég var að alast upp á Laugarvatni fann ég ekki fyrir einelti, eins og ég upplifi hérna í bænum. Mér finnst eins og einelti sé að aukast í Reykjavík. Vond samskipti milli krakka, ég finn það á mínum strák, það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans. Ég hef talað um þetta í foreldraviðtölum en það breytist lítið, ég ætla að ganga í málið og fylgja þessu eftir.“

Ég hugsa ekki um mína framtíð, ég hugsa bara um framtíð barnanna minna. Ég vil sjá börnin hafa meira val en það sem ég hef í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala