fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Davíð varð fyrir líkamsárás í miðbænum: „Strákar geta ekki mætt málaðir niðri bæ án þess að vera barðir“

Auður Ösp
Laugardaginn 1. desember 2018 12:00

Davíð Pálsson varð fyrir líkamsárás af hálfu ókunnugs manns í miðborg Reykjavíkur um seinustu helgi. Hann segist enga hugmynd hafa um það hvers vegna maðurinn réðst á hann en óneitanlega dragi hann þá ályktun að það sé annað hvort vegna húðlitar síns eða vegna þess að útlit hans sker sig úr.

Davíð er fæddur í Kólumbíu en hefur verið búsettur á Íslandi í 18 ár. Í samtali við blaðamann DV segist hann hafa verið að skemmta sér með vinnufélögum á laugardagskvöldið en upp úr miðnætti ákváðu nokkrir úr hópnum að kíkja á skemmtanalífið í miðborginni.

Davíð segist hafa skemmt sér vel þetta kvöld og fengið fjölmörg hrós fyrir útlit sitt, en hann hafði sett á sig farða áður en hann fór út og var með hinsegin slaufu um hálsinn.

„Ég var með nokkrum vinum mínum, við fórum á Kiki og þaðan á Kaffibarinn. Svo fóru þau heim og þá fór ég aðeins á B5.“

Í sjokki, grátandi og reiður

Davíð segist hafa farið og fengið sér í svanginn síðar um nóttina og þvínæst beðið í röð eftir leigubíl.

„Ég lít upp og sé þá mann vera að nálgast mig. Ég sé að hann sér mig og við mætumst augnliti til augnlitis. Ég var viss um að hann myndi labba framhjá en þá finn ég fyrir dúndur höggi á eyrað og kinnina, hann sló mjög fast. Mér brá svo mikið og þetta var svo vont  að ég fór að gráta og sá þá manninn labba burt. Ég hefði getað talað við hann en ég sleppti af því  ég var  í sjokki, grátandi, reiður og hefði hvort sem er ekki gert neitt af viti.“

Tveir ókunnugir einstaklingar tóku eftir því að Davíð voru í uppnámi og buðu honum aðstoð; hughreystu hann og hugguðu. „Ég er ekki viss hvort þau þekktu einstaklinginn eða ekki. Ég labba svo heim grátandi og fer að sofa.“

Davíð segist reglulega setja á sig farða og hefur hann gaman af því að hressa uppá útlitið með ýmisskonar skarti. Hann bendir á að ennþá sé langt í land þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það sé sorglegt að karlmenn megi ekki mæta í bæinn með farða án þess að eiga það á hættu að vera lamdir.

„En ég hef aldrei lent í þessu áður. Ég hef reyndar oft lent í því að fólk starir skringilega á mig þegar ég hef verið með makeup eða með blómkrans í hárinu.Það er svo fáránlegt að fólk sé virkilega að skipta sér af þessu. Af hverju ætti það trufla mig hvernig manneskjan við hliðina á mér er klædd eða hvernig hún er?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“