fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Grunaðir bílþjófar handteknir – Erlendur ferðamaður grunaður um líkamsárás

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 06:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 23 í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt að bifreið hefði verið stolið í Kópavogi. Skömmu fyrir miðnætti var par handtekið nærri miðborg Reykjavíkur en það er grunað um að hafa stolið bifreiðinni. Parið var vistað í fangageymslu og bifreiðinni komið til eigandans.

Skömmu eftir miðnætti var ofurölvi ferðamaður handtekinn á hóteli í Reykjavík. Hann er grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi datt kona á blautu gólfi í Sundhöll Reykjavíkur og meiddist á hné og hönd. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í geymslu fjölbýlishúss í Grafarholti.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat