fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Ferðamaðurinn 210 þúsund krónum fátækari eftir ökuferðina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. nóvember 2018 10:50

Ljósmynd: DV/Bjartmar

Erlendur ferðamaður sem ók Reykjanesbrautina í vikunni mældist á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hraðaksturinn kostaði hann 210 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

„Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar á meðal annar ferðamaður sem jafnframt var grunaður um ölvunarakstur en samkvæmt áfengismæli var hann undir mörkum. Þriðji ferðamaðurinn kom svo við sögu hjá lögreglu vegna ölvunaraksturs. Hann var að koma frá Reykjavík og ók áleiðis að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann var stöðvaður. Honum var gert að greiða 180 þúsund í sekt þar sem mikið áfengismagn mældist í honum.“

Þá segir lögregla að í þremur umferðaróhöppum sem áttu sér stað í umdæminu hafi tjónvaldar stungið af frá vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“