fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Einar segir frá pirruðum viðskiptavinum: „Ég get ekki farið að rökræða við gestinn“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Veitingabransinn hefur fengið vont orð á sig sem er ekki sanngjarnt, af því það fyrirfinnast alls konar staðir. Margir þeirra eru mjög vel reknir og hafa ekkert að fela en það er í þessu eins og öðru að einn vondur staður kemur óorði á alla hina.”

Þetta segir Einar Valur Erlingsson, 23 ára þjónn, en hann er einn þeirra sem segja sögu sína í tengslum við verkefnið Fólkið í Eflingu. Einar stefnir á þjónanám í Menntaskólanum í Kópavogi og segir það besta við sitt starf vera að gera kúnnann ánægðan, þrátt fyrir að léttlyndir viðskiptavinir séu ekki á hverju strái.

„Það er kannski einn af ókostunum við starfið að kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér. Ég hef orðið vitni að því þegar fólk hefur orðið pirrað yfir verðinu á matnum eða kaffinu. Einhver vildi telja mér trú um að kaffið væri ódýrara á tilteknu kaffihúsi en ég vissi betur af því að ég hafði einmitt verið á þessu kaffihúsi daginn áður og mundi verðið á kaffibollanum upp á krónu. En ég get ekki farið að rökræða við gestinn, hann veit alltaf best.“

Einar talar þá um góð ráð móður sinnar sem hafa fylgt honum í gegnum þjónustustarfið og í atvinnu almennt. „Hún kenndi mér hvernig ég ætti að umgangast yfirmennina,” segir hann. „Ef þeir eru góðir þá ætti ég að tala beint út við þá og vera hreinskilinn en ef þeir eru miður góðir þá ætti ég að finna mér aðra vinnu.“

Þá segir Einar frá drífandanum í sínu starfi. Hann rifjar upp tilfelli þegar hann mætti viðskiptavinum sem voru daprir og töluðu lítið, en þá náði hann að hrista upp í þeim með vingjarnlegu spjalli. „Ég spurði hvaðan þau kæmu og í lokin bauð ég þeim upp á dessert og þau fóru ánægð út,” segir Einar.

„Það er þetta sem ég fíla, á einhvern hátt að bæta daginn hjá fólki með einhverju litlu, hvort sem það er með góðum mat eða spjalli eða fá fólk til að hlæja það gefur mér tilgang til þess að halda áfram.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“