fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Þuríður er reið: „Hann einangraði sig í þessari kjallaraholu“ – Heilaskaddaður og fatlaður en fær hvergi inni

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svo reið að Reykjavíkurborg skuli voga sér að senda þegna sína í gistiskýli á meðan þeir moka milljónum í bragga og fleira fínerí. Það er enginn stofnun sem tekur við svona ungu og heilabiluðu fólki,“ segir Þuríður Herdís Sveinsdóttir aðstandandi einstæðs karlmanns á sjötugsaldri sem glímir við heilaskaða og líkamlega fötlun. Maðurinn er húsnæðislaus og fær hvergi inni hjá Reykjavíkurborg.

Þuríður Herdís er fyrrverandi eiginkona mannsins, en hann hefur að hennar sögn farið illa út úr áralangri áfengis- og hassneyslu. Maðurinn á að sögn Þuríðar fáa að. Hann glímir sem fyrr segir við heilaskaða og líkamlega fötlun og notast við göngugrind.

„Hann hefur leigt kjallara hjá mömmu sinni síðastliðin 20 ár en hún er núna komin á Hrafnistu og er búin að selja húsið. Hann er orðinn spastískur í fótunum og svo er skammtímaminnið farið og megnið af langtímaminninu líka. Hann getur til dæmis ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarleg staða og segist bara vilja fara með mömmu sinni á Hrafnistu.“

Maðurinn hefur verið  í drykkju og hassi frá því um tvítugt.

„Þegar við síðan skiljum þá missir hann tökin á öllu þessu. Hann einangraði sig í þessari kjallaraholu og þessir svokölluðu vinir hans, sem voru hvað duglegust að ota að honum pípunni voru fljótir að hverfa þegar hann þurfti hvað mest á þeim að halda. Hann var fluttur hreppaflutningum vestur á Reykhóla fyrir nokkrum árum á elliheimili en ég skil hann svo sem að hafa ekki getið verið þar innan um allt gamla og heilabilaða fólkið.“

Hún segir manninn hafa sótt um í Hátúni fyrir rúmlega tveimur árum.

„En hann hafði ekki vit á að fara með örorkumatið og þau voru ekkert að láta hann vita, þannig að hann er aftastur þar í röðinni. Hann á umsókn hjá Félagsbústöðum en mér finnst ráðgjafinn hans ekkert nenna að tala hans máli.“

Þuríður kveðst vera í reglulega sambandi við Félagsþjónustu Reykjavíkur en þar sé litla hjálpa að fá. Hún segir sama hvert sé leitað: það eru engin úrræði í boði.

„Félagsþjónusta Reykjavíkur vísar honum á Gistiskýlið sem væri svo sem í lagi ef hann hefði heilsu til að rangla um úti á daginn. Þeir vísa líka á leiguherbergi á Funahöfða, en hann getur ekkert verið þar því þar er engin lyfta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik