fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Réðust á mann fyrir utan American Bar

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 22:00

Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar á skemmtistaðnum American Bar í apríl 2016.

Fram kemur að komið hafa til átaka á milli mannanna tveggja og fórnarlambs árásarinnar inni á skemmtistaðnum. Í þeim átökum sló annar maðurinn fórnarlambið hnefahögg í andlitið.

Fyrir utan skemmtistaðinn héldu átökin áfram. Fórnarlambið lýsti því þannig fyrir dómi að  mennirnir hefðu ráðist á sig og slegið sig en hann hefði varist. Í þessum átökum hefðu hann og annar mannanna fallið í götuna og við það hefði fingur hans brotnað.

Afleiðingarnar árásarinnar voru þær að fórnarlambið fingurbrotnaði á litla fingri vinstri handar, hlaut mar á kinn vinstra megin, bólgu fyrir aftan vinstra eyra og yfirborðsáverka á hálsi.

Sannað þótti með framburði vitna að mennirnir tveir hefðu staðið að árásinni. Lögreglumenn, sem komu á vettvang, báru sömuleiðis að þá hefðu mennirnir og fórnarlambið verið í slagsmálum.

Hvorugur mannanna hefur áður hlotið refsingu. Auk fangelsisrefsingarinnar er þeim gert að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur, auk sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“