fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Arna segir ákvörðunina hafa kostað móður sína sálarstríð: „Hann átti sínar skuggahliðar“ – „Maður á aldrei von á svona fréttum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:46

Arna Pálsdóttir lögfræðingur skrifaði á dögunum pistil sem vakti mikla athygli en þar talaði hún opinskátt um sjálfsvíg föður síns, áhrifin sem það hafði á hana og umræðuna um sjálfsvíg í þjóðfélaginu. Arna ræðir áföllin nánar í viðtali við Vikuna, sem er birt á vef Mannlífs.

Arna var einungis tveggja ára þegar foreldrar hennar skildu en sú ákvörðun var tekin að Arna myndi fara með föður hennar meðan eldri systir hennar byggi áfram með móður þeirra. Arna segir að sú ákvörðun hafi kostað móður hennar sálarstríð alla götur síðan. „Ég held að það hafi ekki legið nein sérstök hugsun að baki í upphafi en þegar mikið gengur á í tilfinningalífi fólks eru ákvarðanir sjaldan teknar af yfirvegun og skynsemi,“ segir Arna.

Hún segir að faðir sinn hafi verið yndislegur maður en hafi þó átt sínar skuggahliðar. „En hann átti sínar skuggahliðar og það var ekki auðveldlega farið gegn því sem hann hafði ákveðið. Þótt hann hafi verið góður maður tók hann ekki alltaf góðar ákvarðanir. Hann var ofboðslega stór persóna sem hafði mikla útgeislun og nærveru, var hrókur alls fagnaðar. Við bjuggum við fjárhagslegt öryggi og hann var alltaf að, hvort sem það var að smíða pall, stækka húsið eða gera upp gamlan Benz í bílskúrnum, enda einstaklega handlaginn. Hann elskaði að ferðast og við fjölskyldan ferðuðumst mikið,“ segir Arna.

Hann barðist þó við þunglyndi og alkóhólisma. Árið 2001, þegar Arna var 16 ára, tók hann eigið líf. „Maður á aldrei von á svona fréttum. Ég var ein heima þetta kvöld með nokkra vini í heimsókn þegar lögreglumaður og prestur bönkuðu upp á. Maður þarf ekki að vera mjög gamall til að vita að það boðar ekki gott þegar slíkt tvíeyki stendur fyrir framan þig. Þeir spurðu bara um mömmu og þá vissi ég að eitthvað hefði komið fyrir pabba. Þegar þeir sögðu mér að hann væri dáinn vissi ég strax hvað hefði gerst. Ég get ekki lýst því betur og ég get ekki útskýrt hvernig en ég vissi um leið að hann hefði framið sjálfsvíg,“ segir Arna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“