fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Helgi Heiðar handtekinn fyrir kókaínsmygl: „Let’s do this!“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu ára karlmaður, Helgi Heiðar Steinarsson, er annar tveggja Íslendinga sem hafa verið handteknir í Ástralíu eftir að kókaín fannst í ferðatösku á flugvellinum í Melbourne. Þeir eru sagðir hafa verið með samtals um sjö kíló af kókaín, að virði um 2,5 milljónum ástralskra dollara. Það samsvarar um 220 milljón króna.

Fjölmargir ástralskir fjölmiðlar, til dæmis Newcastle Herald og Beaudesert Times greina frá nafni Helga. Annað foreldri Helga kannaðist við að Helgi hefði verið tekinn höndum en vildi annars ekki tjá sig um málið. Eftir því sem DV kemst næst á Helgi Heiðar engan sakarferil að baki á Íslandi. Athygli vekur að Helgi Heiðar skipti um forsíðumynd á Facebook fyrir um tveimur vikum og skrifaði: „Bjartari mynd fyrir bjartari tíma? Let’s do this!“

Í fyrrnefndum fréttamiðli kemur fram að Helgi Heiðar hafi farið fyrir dómara í gær. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 13. febrúar næstkomandi. Hinn Íslendingurinn, sem er 25 ára, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne eftir að um fjögur kíló af kókaíni fundust falin í fóðri ferðatösku hans. Hann var á leið til Hong Kong. Við frekari leit fundust tæplega þrjú kíló af kókaíni á hótelherbergi Helga Heiðars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu