fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Búðarþjófurinn skilaði þýfinu – Slagsmál á bensínstöð – Líkamsárás í heimahúsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 06:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Reykjavík. Þegar lögreglan kom á vettvang var hinn grunaði farinn en hafði áður skilað þýfinu.

Tveir voru handteknir við bensínstöð í borginni vegna slagsmála. Þriðji aðilinn fór á slysadeild vegna meiðsla sem hann hlaut í átökunum.

Ofurölvi maður var fjarlægður úr strætisvagni og vistaður í fangageymslu. Maðurinn var ósjálfbjarga og óviðræðuhæfur.

Einn var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna og áfengis og var hann vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Einn var handtekinn í nótt og vistaður í fangageymslu eftir að tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala