fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Skúli Mogensen: „Síðustu 72 klukkustundir hafa verið þær erfiðustu í lífi mínu“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 14:07

Skúli Mogensen

„Síðustu 72 klukkustundir hafa verið þær erfiðustu í lífi mínu, þar sem ég þurfti að skera úr um framtíð WOW air á krefjandi tímum.“

Þannig hefst yfirlýsing sem Skúli Mogensen forstjóri WOW air ritar á ensku og birtir á facebooksíðu sinni í kjölfar fregna af yfirtöku Icelandair Group á WOW air flugfélaginu.

„Þegar allt kemur til alls, þá stend ég í þeirri trú að við höfum tekið rétta ákvörðun með því að tryggja framtíð WOW air sem dótturfélag Icelandair Group,“

segir Skúli jafnframt.Hann kveðst jafnframt fullviss um að reynsla beggja flugfélaganna muni styðja við endurbætur og frekari uppbyggingu á öflugu alþjóðaflugfélagi sem muni þrífast í samkeppnisumhverfi flugrekstrarmarkaðarins.

„Ég er einstaklega stoltur af starfsfólki okkar og því sem við höfum áorkað síðastliðin sjör ár. Við höfum hvað eftir annað sigrað þyngdaraflið með því að vera fremst í flokki lággjaldaflugfélaga og keppa við stærstu og bestu flugfélög í heiminum,“

ritar Skúli jafnframt um leið og hann þakkar fyrir  hlý orð og stuðning.

„Ég mun halda áfram að gera mitt besta fyrir farþega og starfsfólk okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“