fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Martröð á Suðurnesjum: „Tóku til við að hrella íbúann“ – Rukkaður um rúmlega 200 þúsund

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum handtók fjóra erlenda karlmenn í lok síðustu viku en mennirnir höfðu farið á milli húsa á Suðurnesjum og boðið þjónustu við þrif. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér kemur fram að mennirnir hafi verið íbúum til ama með framkomu sinni.

Að sögn lögreglu er að minnsta kosti einn í hópnum með tengsl við skipulagðan farandbrotahóp sem tengist tugum mála sem varða fjársvik.

„Þá var einnig uppi grunur um að fjórmenningarnir hefðu ekki nægjanlegt fé fyrir uppihaldi sínu hér á landi. Lögregla tók af þeim skýrslur og voru þeir síðan látnir lausir. Þeir eru farnir úr landi,“ segir lögregla.

Þá segir lögregla að fleiri erlendir hópar hafi einnig boðið þjónustu við þrif, málun og fleira í umdæminu.

„Íbúi sem samdi við þrjá slíka um að þrífa hjá sér innkeyrsluna fyrir 40  þúsund krónur var rukkaður um 208 þúsund eftir að verkinu lauk. Hafði verið skrifað undir samning með fyrrgreindu upphæðinni en mennirnir tóku til við að hrella íbúann, hringja linnulaust í hann og banka hjá honum til að fá sitt fram. Á endanum hringdi íbúinn í lögreglu sem gerði mönnunum að stöðva áreitið.“

Lögreglan ráðleggur fólki að eiga ekki viðskipti við menn af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu