fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kynjastríðið klýfur íslenska nörda: „Ég læt ekki femínista og þeirra skoðanir ráða reglum hópa“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, einn stofnenda Karlalistans og stjórnenda Karlmennskuspjallsins, deildi innan hóps íslenskra áhugamanna um tölvuleiki hefur valdið talsverðum usla. Færslan hefur orðið til þess að þessi hópur, sem telur þúsundir Íslendinga, hefur skipst í tvær fylkingar, fylgjendur og andstæðinga femínisma. Niðurstaðan er nú um sólarhring síðar að það hefur verið stofnaður nýr hópur þar sem stjórnendur hópsins, Tölvuleikjasamfélagið, hafa neitað að bregðast við málinu.

Myndin sem setti allt á hliðina.

Myndin sýnir nakta og feita eldri konu veitast að manni og gefur texti við myndina í skyn að þetta sé höfuðpaur eða „endakall“ femínista, nokkurs konar loka andstæðingur í tölvuleik. Viðbrögðin við myndinni eru líkt og fyrr segir mjög misjöfn. Sumir gera góðlátlegt grín en fljótt skiptast meðlimir í fylkingar og spara ekki stóru orðin.

Haturshreyfing

Brynjólfur nokkur er sá fyrsti sem gagnrýnir myndina en hann skrifar: „Nei, ekki fyndið og í alla staði ósmekklegt. Hérna er verið að blanda inn pólitískum skoðunum og fordómum inn í hóp sem hefur ekkert með það að gera. Vinsamlegast takið burt.“ Hann bætir svo við: „Framsetningin og tenging við femínisma ber vott um fordóma og fáfræði…ekki grín eða gaman. Þetta er bara barnalegt og engum til sóma.“

Þessi athugasemd hleypir illu blóði í suma. Þar á meðal mann sem kallar sig Hadda. „Femínismi er fordómafull hreyfing full haturs og leynist meira undir yfirborðinu en þú heldur. Femínismi er pólitík. Kynjabundinn pólitík. Þetta er fyndið öfgadæmi sem tengist þessu bara andskoti vel á fyndinn og myndrænan hátt,“ skrifar hann.

Þessi Haddi segir svo síðar að hann muni segja sig úr hópnum ef færslunni verður eytt. „Ef þetta verður tekið út. Þá fer ég. Ég læt ekki femínista og þeirra skoðanir ráða reglum hópa hér.“

Skot um viðkvæmni á víxl

Fjöldi kvenna er í hópnum, þó margir telji ranglega að tölvuleikir séu fyrst og fremst áhugamál karla. Þær taka flestar illa í þessa umræðu. „Er þetta stefna hópsins núna? Femínistar = vonda fólkið? Eruð þið ekkert að fylgjast með þróuninni í bransanum?,“ spyr til að mynda Helga. Fyrrnefndur Eyjólfur svarar og afskrifar þetta sem væl hjá henni: „Nei stefna hópsins er væl og leiðindi frá þér Helga og einhverjum vælukjóum sem hafa ekki húmor.“

Hún spyr á móti hvernig þetta sé væl og því svarar Eyjólfur: „Það eru ekki mörg vandamálin í lífinu þínu ef þessi bráðfyndna mynd er að setja allt á hliðina hjá þér. Það er jákvætt mál út af fyrir sig.“ Helga skýtur til baka hvort vælið sé ekki hans megin. „Samtals fjórar setningar frá mér = ,,allt á hliðina“. Af hverju svona viðkvæmur?“

Bara djók

Alex nokkur kallar eftir því að fólk rói sig en það hefur sáralítil áhrif. „Ok krakkar slakið fokkin á sko. Þetta er djók, brandari, húmor. Tilgangurinn er ekki pólitískur áróður gegn femínisma. Annað hvort hlærðu eða ekki. Ef þér fannst þetta ekki fyndið (mér fannst þetta til dæmis ekkert fyndið) lokið þá bara augunum. Haldið áfram að scrolla. Ekki fara fram á einhverja þöggun eða vera einhver virtue signalling riddari sem móðgast fyrir hönd annarra. Þetta er nákvæmlega gagnrýnin sem femínismi er að fá í dag, að ekkert megi segja eða gera því einhver getur móðgast. Móðgist þá bara! Ekkert gerist. Þetta er raunheimurinn þar sem sumir hlutir munu fara fyrir hjartað á þér, þroskist bara, lærið að hafa tak á tilfinningum ykkar. Ekki krefjast þess að heimurinn lagi sig að ykkar veruleika,“ skrifar Alex og upp úr þessu sprettur rifrildi um samanburð á þrældómi og femínisma.

Troða femínisma í allt

Einn maður, Jóhann, segist ekkert botna í þessu fjaðrafoki. Elísabet nokkur svarar honum. „Ég myndi segja að þetta snúist um kvenfyrirlitningu frekar en nokkuð annað. Femínismi tengist þessu svo sem lítið því það vita það allir að femínistar líta ekki svona út. Á þessari mynd er verið að gera lítið úr feitum konum. Málið er að þetta er ekki spurning um húmorsleysi eða að það megi ekki djóka, heldur er þetta einfaldlega ekki fyndið, ég veit um svo marga miklu fyndnari brandara sem á sama tíma gera ekki lítið úr öðrum. Ég er femínisti og er með frábæran húmor. Þetta er hins vegar ekki fyndið, sama hvernig ég lít á þetta. En ég meina ef þú ert týpa sem hlær af feitum konum að þá er þetta kjörinn brandari fyrir þig,“ skrifar hún. Því svarar Jóhann: „Ég hlæ af þér“

Ein kona, Laufey, spyr hvers vegna þeim finnst ekkert að þessari mynd finni sig knúna til að troða femínisma inn í allt. „Af hverju má maður bara eiga stór vandamál? Af hverju setja allir út á það að manni finnist eitthvað leiðinlegt að maður eigi að vera heppinn að eiga ekki ,,stærri vandamál en þetta“Vitið þið hversu oft maður sér þennan löngu þreytta og útdauða húmor? Mjög oft. Mjög, mjög oft. Af hverju þyrstir ykkur svona svakalega í að gera lítið úr femínistum að þið þurfið að eitra fyrir mér áhugamálin líka?? Sorglega er að ef það hefði bara staðið eitthvað um ,,the final boss“ en ekki femínista(né konur) þá hefði þessi brandari kannski verið fyndinn, en það bara ÞURFTI að troða femínistum inn sem vondu köllunum.“ Ingi nokkur Þór svarar þessu. „Húmor gerir geðveika öfgahluti aðeins skemmtilegri. Ef þú skilur ekki hvað ég meina ertu of mikill réttlætisriddari til að eiga venjuleg samskipti við.“

Klofningur

Fyrrnefndur Brynjólfur segir að þessi viðbrögð séu nákvæmlega ástæðan fyrir því að myndir sem þessar eigi ekki heima í hópnum. „Þessi svör eru akkúrat ástæðan fyrir því að þetta á ekki heima í tölvuleikjaspjalli. Umræðan verður pólitísk, fordómafull og niðrandi. Ég á erfitt með að skilja hvernig adminum er stætt á því að leyfa þessu að lifa hérna inni. Þögn er sama og samþykki. Þetta er eitraður hópur ef þetta er stefnan,“ segir Brynjólfur.

Hann beinir jafnframt orðum sínum til ungmenna í hópnum. „Ég ætla líka að bara að segja þetta við yngri krakka sem eru jafnvel að lesa þetta. Ekkert af því sem er að gerast hérna er eðlilegt. Þetta er grín sem gerir lítið úr konum, feitum og femínistum…allt í einu. Og þrátt fyrir lélega tengingu við tölvuleiki þá á þetta ekki heima á tölvuleikjaspjalli. Það gerir lítið úr hópnum, tölvuleikjum og öllum meðlimum,“ segir Brynjólfur.

Hér hefur aðeins verið fjallað um brot af umræðum í hópnum en til marks um heiftina í umræðunni þá hafa nú verið skrifuð á fjórða hundrað athugasemdir. Niðurstaðan er nú að Brynjólfur hefur stofnað nýjan hóp fyrir áhugafólk um tölvuleiki „án fordóma, eineltis eða almennra leiðinda,“ líkt og hann orðar það og hafa nokkrir nú þegar lýst því yfir að þeir munu skipta um hóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis