fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð vill Asiu til Íslands – „Vandi Bibi er að hún er kristin“ – „Skorar ekki hátt“ hjá „góða fólkinu“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að Āsiyaah Naurīn, eða Asia Bibi, fái hæli á Íslandi. Með því gæti Ísland tekið eindregna afstöðu í alþjóðlegu prinsippmáli.

Bibi var dæmd til dauða í Pakistan árið 2009, sökuð um guðlast. Asia er kristin kona og segir sagan að hún hafi tekið sopa af vatni sem hún sótti fyrir íslamskar konur sem unnu með henni við berjatínslu. Með því hafi hún vanvirt Múhameð spámann og Kóraninn. Saga Bibi er átakanleg, hún var 38 ára fimm barna móðir þegar atvikið átti sér stað. Hópur fólks ruddist inn á heimili hennar og var hún handtekin af lögreglu fyrir guðlast, eftir 1 og hálfs árs fangelsisvist var hún dæmd til dauða og dvaldi í einangrun í 9 ár áður en hún var sýknuð í hæstarétti Pakistans. Mótmæli brutust út í landinu vegna þess og hefur lögmaður hennar flúið land og leitar að hæli fyrir hana.

Sigmundur Davíð segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Ísland ætti að bjóða henni að setjast að hér á landi. „En vandi Bibi er að hún er krist­in og það skor­ar ekki hátt hjá stór­um hlut­um þess hóps sem stund­um er kallaður „góða fólkið“ og gef­ur oft tón­inn í op­in­berri umræðu.“

Segir Sigmundur að beiðni um hæli á Bretlandi hafi verið hafnað þar sem hæli fyrir Bibi geti falið í sér öryggisógn og styggt ákveðna hópa í landinu. „Þar er að sjálf­sögðu átt við hópa frá sömu slóðum og með sömu viðhorf og þeir sem of­sóttu Bibi í heima­land­inu. Ef frétt­irn­ar eru rétt­ar virðist stjórn­völd­um í Bretlandi frek­ar vera um­hugað um að styggja ekki öfga­hóp­ana en að vernda Bibi og fjöl­skyldu henn­ar. Í bresk­um fjöl­miðlum hafa þarlend­ir bent á hvers kon­ar vanda landið sé komið í ef það treyst­ir sér ekki til að taka á móti 47 ára land­búnaðar­verka­konu sem hef­ur verið sýknuð í heima­land­inu eft­ir frá­leit­ar sak­argift­ir, órétt­mæt­an dauðadóm og ein­angr­un­ar­vist í ára­tug. En á und­an­förn­um árum hafi stjórn­völd í Bretlandi ekki talið sig kom­ast hjá því að veita al­ræmd­um öfga­mönn­um og dæmd­um hat­ur­spre­dik­ur­um, með tengsl við hryðju­verk, land­vist af „mannúðarástæðum“.“

Kanada hefur boðið henni hæli. Það er til skoðunar í fleiri löndum, þar á meðal Ítalíu, Spáni og Hollandi, hvað sem því líður hvetur Sigmundur ríkisstjórn Íslands að gefa það út að Ísland sé tilbúið að taka á móti henni og fjölskyldu hennar.

„Þótt Ísland telj­ist friðsæl­asta land heims eru ef til vill ekki mjög mikl­ar lík­ur á að landið verði fyr­ir val­inu sem griðastaður Asiu Bibi, eig­in­manns henn­ar og barn­anna fimm. En það að bjóða form­lega upp á slíkt myndi sýna ein­dregna af­stöðu Íslands í þessu stóra alþjóðlega prinsipp­máli og von­andi verða hvatn­ing fyr­ir önn­ur lönd að verða jafnafdrátt­ar­laus í af­stöðu sinni. Með því gæti rödd litla Íslands gert mikið gagn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt