fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Tæplega þriðji hver Íslendingur leitar til Landspítalans á ári hverju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ári hverju leitar tæplega þriðji hver Íslendingur til Landspítalans og annar hver íbúi höfuðborgarsvæðisins. Á síðasta ári leituðu 110.000 manns til spítalans en 348.000 manns bjuggu á landinu í ársbyrjun, þar af 220.000 á höfuðborgarsvæðinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 428.000 sinnum hafi fólk leitað á spítalann á síðasta ári en sumir koma oft þangað en aðrir sjaldan eða aldrei. Starfsemi spítalans hefur vaxið á undanförnum árum en á síðustu níu árum hefur þeim fjölgað um 5.000 sem leita þangað árlega og komum hefur fjölgað um 26.000. Rannsóknum hefur fjölgað um 348.000 frá 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga