fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Karítas sárnar nafn skúrksins: „Hví var ákveðið að taka tvö falleg stelpunöfn og sverta þau“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í tilefni þess að Borgarleikhúsið er að hefja sölu á Matthildi í dag: Það er ástæða fyrir því að illmenni í barnabókum, –leikritum og –myndum heita Grimmhildur, Voldemort og Svarthöfði en ekki Ragnhildur, Valdimar og Sigurður. Það er óskrifuð „regla“ í barnabókmenntum að þú nefnir ekki „vonda karlinn/konuna“ „hversdagslegu“ nafni. Ef ég hefði alist upp við að nafnið mitt væri tengt við „Karitas frekju“ en ekki krabbameins samtökin Karitas og kærleik hefði það án efa haft mikil áhrif á mig og hvernig ég lít á nafnið mitt. Hvað þá stelpu sem tengdi sig áður við ‘Mínu mús’ en núna „Mínherfu“?“

Þetta segir ung íslensk kona sem heitir, líkt og skúrkurinn í Matthildi, Karítas. Hún skrifar um þetta stöðufærslu á Facebook sem hefur vakið nokkra athygli. Karítas segist í samtali við DV hafa bent leikhússtjóra Borgarleikhússins, Kristínu Eysteinsdóttur, á þetta fyrir helgi. Þar ku málið í skoðun.

„Mér finnst óásættanlegt að breyta nafni á illmenni í barnabók sem var upphaflega „Miss Trunchbull“ (og hefur hlotið ágætis þýðingar í bókum sem „ungfrú Frenja“ og „Krýsa“) yfir í „Karítas Mínherfa“. Hér er búið að gera uppnefni á Mínervu-nafninu og tengja það við megin-illmenni sögunnar sem hefur ekki tekið neinum breytingum í enda hennar,“ segir Karítas, sem biðst undan því að fullt nafn hennar komi fram.

Hún segir að það geti haft mikil áhrif á nafnaval þegar fræg illmenni úr skáldverkum heita því sama nafni. „Nöfnin Karitas og Mínerva þýða „kærleikur“ og „gyðja visku og hagleiks“ og eru kennd við hjálparsamtök og menntastofnanir (bæði HÍ og MR notast við hliðstæðu Mínervu í grískri goðafræði, Aþenu) og því á nafnið hreinlega ekki við um persónu sem læsir börn í pyntingarklefum og fleygir þeim út um glugga. Áhrif nafna persóna í verkum vega þungt, sem dæmi nefni ég Mörð Valgarðsson úr Njálu. Samkvæmt Íslendingabók hafa 8 einstaklingar frá árinu 969 hlotið nafnið Mörður, enda vill enginn að nafn barna sinna verði tengt við „lygamörð“,“ segir Karítas.

Hún vonast til þess að Borgarleikhúsið endurskoði nafn fúlmennisins: „Ég spyr, hví var nafninu breytt úr „Miss Trunchbull“ í einskært uppnefni þegar tvær þýðingar á nafninu voru til sem fylgdu þessari „reglu“? Og nýrri þýðingin kom út 2017? Hví var ákveðið að taka tvö falleg stelpunöfn sem enn eru í notkun og bera fallega merkingu og sverta þau með því að gefa þeim uppnefni og festa við þessa persónu sem lætur ekkert gott af sér leiða og hefur ekkert breyst í lok sögunnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“