fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Sjómannafélagið hafnar lista Heiðveigar – Stjórnin sjálfkjörin

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 19:22

Heiðveig María Einarsdóttir og Jónas Garðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðveig María Einarsdóttir fékk þau tíðindi í dag að kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hafi hafnað framboði sínu til formanns og B-lista hennar. Stundin greindi frá því að kjörstjórn félagsins hefði talið upp nokkrar ástæður fyrir höfnun sinni, meðal annars að eingöngu hafi verið skilað lista fyrir stjórn og varastjórn en ekki til stjórnar trúnaðarráðs eða stjórnar matsveinsdeildar ásamt því að fjölda meðmælanda var ekki náð til að uppfylla skilyrði framboðs í félaginu. Einnig var tekið fram að Heiðveig hafi ekki greitt í félagið síðastliðin þrjú ár og væri því þar að leiðandi ekki félagsmaður. Þess má geta að hluti af trúnaðarráði Sjómannafélagsins hefur ekki heldur greitt í félagið árum saman eins og kom fram í frétt DV fyrr í mánuðinum.

Stjórnin sjálfkjörin

Í fundargerð kjörstjórnar Sjómannafélagsins kemur fram að eingöngu eitt framboð hafi uppfyllt skilyrði kjörstjórnar. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins.“

Undir síðustu mánaðamót rak trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Íslands Heiðveigu úr félaginu. Sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 20 klukkutímum
Óíslensk hegðun
Fréttir
Í gær

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi
Fréttir
Í gær

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óku um í stolinni bifreið – Ungir menn reyndu að stinga lögregluna af

Óku um í stolinni bifreið – Ungir menn reyndu að stinga lögregluna af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum