fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Leifur Örn ætlar upp á Pumori til að ná í jarðneskar leifar Kristins og Þorsteins

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 12:13

Kristinn og Þorsteinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fórust í október 1988 við fjallgöngu á fjallinu Pumori í Nepal, hafa þegið boð Leifs Arnar Svavarssonar, hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, um að Leifur fari að þeim stað sem talið er að jarðneskar leifar þeirra séu nú staðsettar, í um 5.500 metra hæð.

Sjá einnig: Lík Kristins og Þorsteins sem fórust í Nepal fyrir 30 árum fundin

Fram kemur í fréttatilkynningu að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum er ekki talin hætta búin, enda er aðstendendum öryggi þeirra hugleikið. Hefur Leifur þegar lagt af stað og mun kanna möguleika á því að flytja jarðneskar leifar þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepal. Ráðgert er að þar muni fulltrúar aðstandenda taka við og annast um nauðsynlegar ráðstafanir fyrir flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu.

Sjá einnig: Jón vill að jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins verði komið heim

Vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hefur verið stofnaður styrktarreikningur í Arion banka á nafni Kristins Steinars Kristinssonar, kt. 310389-2939, nr. 0370-13-004559.

Nokkur tími mun líða þar til ljóst er hvort takmarki ferðarinnar verði náð og segir að nánari upplýsingar verði einvörðungu veittar við ferðalok. Aðstandendur vilja koma að þökkum fyrir allan þann hlýhug sem þeir hafa svo sannarlega fundið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás