fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Fréttir

Ásta Björk slær í gegn í Danmörku og upplýsir leyndarmálið að baki árangrinum: „Svona held ég mér í formi“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 22:00

Ásta Björk og Simon Stenspil. Ljósmynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dansinn er alltaf númer eitt, tvö og þrjú mér en ég held að það sé nauðsynlegt að ögra sjálfum sér eins mikið og hægt er,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir í samtali við Extrabladet í Danmörku. Ásta Björk keppir um þessar mundir í sjónvarpsþáttunum Vild med dans þar í landi en um er að ræða dönsku útgáfuna af Dancing with the Stars.

„Íslensk dansgella: „Svona held ég mér í formi“ er titill greinarinnar. Þar segir að Ásta Björk telji ekki hitaeiningar né sé hún fylgjandi öfgakenndu mataræði. Hún stundi hins vegar líkamsrækt eða dans á hverjum degi.

Óhætt er að segja að Ásta Björk hafi slegið rækilega í gegn í þáttunum ásamt dansfélaga sínum, danska leikaranum Simon Stenspil en þau eru nú komin í undanúrslit eftir glæsilega frammistöðu í þættinum síðastliðin föstudag.

Ásta Björk ræðir við Extrabladet um bakgrunn sinn og leyndarmálin að baki þessum glæsta árangri.

Blaðamaður Extrabladet segir árangur Ástu vera afrakstur þrotlaustra æfinga.  Fram kemur að Ásta lauk menntaskólanámi fyrir ári síðan og hafi stundað styrktaræfingar áður en hún hóf þáttöku í Vild med dans í september síðastliðnum.

Þá segir hún hefðbunda líkamsrækt á borð við hlaup ekki höfða til sín.„Ég hef reynt en ég held að dansinn sé betri af því að maður gleymir að maður er að stunda líkamsrækt.“

Fyrir utan þrotlausar æfingar passar Ásta vel upp á matarræðið en hún tekur fram að hún sé þó enginn sérfræðingur í næringarfræði.

„Það er fínt að halda sig frá kolvetnum. Ég reyni að hugsa vel um líkama minn.  Augljóslega hefur það ekki góð áhrif á líkamann að lifa eingöngu á McDonalds,“ segir Ásta að lokum en hún kýs að neyta fæðu sem gefur henni orku og vellíðan til að sinna ástríðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samtök ferðaþjónustunnar fordæma svindlið hjá ProCar: Varpar skugga á allar bílaleigur á landinu

Samtök ferðaþjónustunnar fordæma svindlið hjá ProCar: Varpar skugga á allar bílaleigur á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handtekinn á hóteli í miðborginni

Handtekinn á hóteli í miðborginni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing frá Procar: Ætlar að bæta viðskiptavinum tjónið

Yfirlýsing frá Procar: Ætlar að bæta viðskiptavinum tjónið