fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

Snorri segist hættur lögbrotum – Með 10 þúsund fylgjendur: „Ég vissi ekki að maðurinn hafði dáið“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 11:27

Samfélagsmiðlastjarna Snorri99skillz, réttu nafni Snorri Rútsson, 17 ára piltur úr Hafnarfirði, hefur vakið athygli undanfarið en hann birtir nokkuð vafasöm myndbönd á Instagram, en þar má sjá hann stunda búðahnupl og ýmsa hrekki. Hann er með ríflega tíu þúsund fylgjendur á Instagram.

Snorri ræddi við Sigurbjart Sturlu Atlason og Jóhann Kristófer Stefánsson á útvarpsstöðinni 101 á fimmtudaginn. Hann fór yfir það í viðtalinu hvernig þetta byrjaði hjá honum. „Í fyrrasumar leiddist mér og félaga mínum. Við vildum finna upp á einhverju að gera. Við vildum gera eitthvað sem enginn er að gera. Við ákváðum að ræna í 10-11 búðinni, en þá var ég náttúrlega í því, að gera miklu verri hluti. Miklu meira að brjóta lögin, heldur en í dag.“

Að ræna gosi og einhverju sjitti?

„Já, taka fullt af hlutum og ræna þeim en núna erum við basically að gera prank eða stönt sem er ekki að skemma business fyrir fólki. En við ákváðum að ræna búð og það gekk vel. Myndbandið fékk tvö þúsund views. Við ákváðum bara, sæll, gerum bara fleiri svona myndbönd. Þetta vatt upp á sig og það  komu bara fleiri og fleiri fylgjendur á Íslandi og hér er ég í dag.“

Af hverju langaði þér að gera þetta, hver var pælingin?

„Mér finnst gaman að gera svona pranks eða stönt, þú veist. Ég fæ ekkert borgað fyrir þetta. Ég er ekki að gera þetta fyrir peninginn, ég er helst að gera þetta fyrir sjálfan mig og aðdáendur. Mér finnst mjög gaman að fá falleg skilaboð, „þú ert meistari“, alltaf þegar mér líður illa þá er það langbest. Það lætur mig vera geðveikt glaðan. Þetta er aðallega fyrir mig og aðdáendur, engan annan,“ sagði Snorri.

Jóhann spurði Snorra sérstaklega hvort honum hafi ekki liðið illa þegar hann var að stunda búðarhnupl. „Jú, eða ekki þannig. Mig langaði að gera einhverja hluti sem enginn er að gera. Ég var rosalega hataður á þessum tíma, þegar ég var að gera svona myndbönd. Ég fékk endalaus skilaboð eins og „dreptu þig og gerðu þjóðinni greiða“. Þá ákvað ég að það að brjóta lögin svona, ég ætla að fara í eitthvað annað.“

Hvað varstu að gera þá sem fólki blöskraði svona? Var fólki að blöskra að þú varst að ræna í búðum?

„Nei, ég var að gera svona prank á fólk og það fer illa í fólk. Svo var ég að klifra upp á einhvern krana í Hafnarfirði þar sem maður var nýbúinn að deyja. Það var eins og það væri vanvirðing en ég vissi ekkert af því, ég vissi ekki að maðurinn hafði dáið. Það héldu allir að þetta hafi verið gert í vanvirðingu en það var aldrei þannig. Þá ákvað ég bara að þetta væri ekki að virka, finnum eitthvað annað,“ segir Snorri.

Sjá einnig: Óþekktarormur í Hafnarfirði klifraði upp í krana og þorði ekki niður: Birti sjálfur myndband á Youtube

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“