fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 10:05

Jón Bjarki Magnússon. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður Stundarinnar, hefur fengið óþægileg skilaboð frá Pólverjum búsettum á Íslandi og pólska sendiherranum í kjölfar fréttaflutnings af Sjálfstæðisgöngunni í Varsjá á sunnudaginn fyrir viku. Sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszyński, sendi í síðustu viku bréf á skrifstofu  forseta Íslands, skrifstofu forsætisráðherra og ritstjórn Stundarinnar, þar sem hann kvartar undan fréttinni.

Frétt Stundarinnar snerist um að í fyrsta skiptið hafi forseti Póllands, forsætisráðherra og aðrir helstu leiðtogar landsins, fylkt liði með nýfasistum og öðrum þjóðernissinnum sem marséruðu eftir götum Varsjá. Um er að göngu sem hefur verið skipulögð af pólskum nýfasistum og hægri öfgamönnum frá árinu 2010. Vill sendiherrann meina að í göngunni hafi ekki verið nasistar eða fasistar, heldur aðeins almennir borgarar.

Í frétt Jóns Bjarka er vísað í alþjóðlega fjölmiðla á borð við New York Times, BBC, FOX News, Guardian og Al Jazeera. Þar kemur fram að yfirvöld hafi hafnað því að fánar og merki nýnasista hafi verið áberandi í göngunni en það stemmir ekki við myndir af göngunni.

Jón Bjarki ræddi viðbrögðin í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Málið er viðkvæmt og segir hann að viðbrögðin sem  frá Pólverjum búsettum hér á landi ekki hafa verið jákvæð:

„Mikil til eru þetta skilaboð þar sem verið er að vísa í samsæri alþjóðlegra fjölmiðla. Með fréttaflutningi séum við einhvern veginn á vegum George Soros  eða vísað í að þetta séu einhverjar falsfréttir hjá alþjóðlegu pressunni og okkur. Síðan eru það bara óþægileg skilaboð sem er ekki þægilegt að fá.“

Frá Sjálfstæðisgöngunni í Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn. Myn/Getty Images

Aðspurður hvort þetta séu beinlínis hótanir segir Jón Bjarki:

„Ég myndi kannski ekki skilgreina það sem hótanir, kannski nærri því. Þetta er óþægilegt. Til dæmis þetta bréf frá sendiherranum, hann nafngreinir mig persónulega og stillir mér upp sem einhverskonar óvin pólsku þjóðarinnar allrar. Ég er auðvitað ekki óvinur einnar einustu þjóðar. Mér þykir vænt um Pólverja og fer oft til Póllands. Það er óþægilegt andrúmsloft í kringum þetta.“

Jón Bjarki á ekki von á að fá nein viðbrögð frá Embætti forseta Íslands eða skrifstofu forsætisráðherra. Túlkar hann þetta sem upphlaup hjá sendiherranum þó svo að málið sé alvarlegt. Jón Bjarki segir að Stundin ætli að halda áfram að fjalla um stöðuna í Póllandi og uppgang öfgahægrisinna í landinu:

„Við ætlum að fjalla meira um stöðuna í Póllandi sem að er augljóslega orðin mjög alvarleg. Við sjáum það að fjölmiðlafrelsi féll niður um 29. sæti á einu ári eftir að Laga- og réttlætisflokkurinn tekur við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala