fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Nýr varnargarður við Vík í Mýrdal gæti stöðvað Kötluhlaup

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 16:30

Vík í Mýrdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef næsta Kötluhlaup verður svipað og í gosinu 1918 mun Kötlugarður, sem er gamall varnargarður austan við Vík í Mýrdal, rofna og þá nær hlaupið til Víkur. Nýjar athuganir benda til að ef nýr varnargarður verður reistur í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi hann stöðva jökulflóðið og minna flóð sem myndi fylgja í kjölfarið. Með þessu mætti verja þorpið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður hermilíkans bendi til að hamfaraflóð muni fara yfir Kötlugarð og ná til þorpsins. Kötlugarður var gerður um miðja síðustu öld.

Jökulhlaup vegna eldgosa í Kötlu hafa oftast komið niður Mýrdalssand, vestan Hafurseyjar. Samkvæmt útreikningum jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands myndi Kötlugarður við Höfðabrekkujökul rofna við jökulhlaup. Hann er tæplega 500 metrar að lengd, úr sandi, og er í um 5 metra hæð yfir sjávarmáli. Garðurinn er ekki rofvarinn.

Ólíklegt er talið að hann muni geta staðið af sér hlaup á borð við það sem varð 1918, jafnvel þótt hann verði styrktur.

Reiknilíkan sýnir að varnargarður í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva báðar gerðir flóðanna sem voru prófaðar í líkaninu. Landhæð við Víkurklett er 4-5 metrar yfir sjávarmáli og því þarf að reisa 2-3 metra háan varnargarð, um 540 metra langan. Vegagerðin áætlar að kostnaður við hann verði 40-60 milljónir króna. Við þá upphæð bætast 40-50 milljónir til að aðlaga hringveginn að varnargarðinum. Í heildina yrði kostnaðurinn því um 100 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 20 klukkutímum
Óíslensk hegðun
Fréttir
Í gær

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi
Fréttir
Í gær

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“

Fjölskyldan minnist Öllu – Óbærileg sorg í Grindavík: „Þú ert besta og fallegasta manneskja sem ég veit um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óku um í stolinni bifreið – Ungir menn reyndu að stinga lögregluna af

Óku um í stolinni bifreið – Ungir menn reyndu að stinga lögregluna af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum