fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Nánast ein tilkynning á dag um kynferðisbrot í höfuðborginni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 27 tilkynningar um kynferðisbrot í síðasta mánuði. Er það nánast ein tilkynning á dag allan októbermánuð. 21 munu hafa átt sér stað í sama mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð. Alls hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið 193 tilkynningar um kynferðisbrot það sem af er þessu ári. Tilkynntum kynferðisbrotum í október fjölgaði um 30% miðað við síðasta hálfa árið, en fækkar um 10% þegar litið er til síðustu þriggja ára.

Segir í skýrslunni að í september hafi verið tilkynnt um  9 kynferðisbrot, 23 í ágúst og 14 í bæði júní og júlí. Flestar tilkynningarnar á þessu ári bárust í janúar, var þá tilkynnt um 31 kynferðisbrot. Þegar litið er til ársins í fyrra var tilkynnt um 44 kynferðisbrot í nóvember, alls 222 allt árið í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala