fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Karl uggandi yfir ungum fíklum í Vesturbænum – Nágrannar á öðru máli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. nóvember 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hyggst á næsta ári opna neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur við Grandagarð. Þessi áform fara öfugt ofan íí það minnsta einn mann, Karl, nokkurn, sem spyr innan hóps Vesturbæinga hvort allir séu sáttir við þetta.

„Hvað finnst fólki um þetta? Persónulega finnst mér frábært að það sé að koma úrræði fyrir þetta fólk EN ég set hinsvegar stórt spurningamerki við það opna slíkan stað við hliðina á húsi þar sem er rekið æskulýðsstarf fyrir unglinga. Einnig er þetta eftir minni bestu vitund skráð sem iðnarhúsnæði og er ekki bannað að gera það að gistihúsi ? Eða gilda reglurnar kannski ekki þegar Reykjavíkurborg á í hlut?,“ spyr Karl.

Viðbrögð þeirra Vesturbæinga sem tjá sig eru þó nær öll á eina leið. Fólki finnst þetta hið besta mál og gott framtak hjá Reykjavíkurborg. „Bara frábært. Einhvers staðar verður veikt fólk að vera,“ segir til að mynda Þorgeir nokkur. Þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, tekur undir og segir: „Mér finnst þetta frábært og staðsetningin reyndar líka.“

Auður segir mikilvægt að úrræði sem þetta sé innan um mannlíf. „Samastaður fyrir ungmenni í fíknivanda á náttúrulega ekki að vera neins staðar annarsstaðar en einmitt þar sem er mannlíf og annað uppbyggilegt eins og björgunarsveitarstarf í nágrenninu. Ofbeldi þrífst í aðgreiningu (s.br. Breiðavík og fleiri svipaðir staðir),“ skrifar Auður.

Karl virðist ekki hafa búist við þessum viðbrögðum af svari hans að dæma. „Jeminn… þannig að yfirgnæfandi meirihluta hérna finnst það bara frábært að það sé fólk í harðri neyslu fíkniefna i næsta nágrenni við börnin ykkar ég er ekki að skilja þetta… án þess að lasta svona stað sem mér þykir bráðnauðsynlegur þá er ég bara ekki þeirrar skoðunar að þetta eigi heima við hliðina á stað þar sem unglingar sem eru á viðkvæmu stigi þroska varðandi sjálfsmynd og fleira eyða sínum tím,“ skrifar Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“