fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 16:00

Mynd/AP

63 látnir og yfir 600 saknað í eldunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Donald Trump ferðast á morgun á hamfarasvæðið til að kanna aðstæður. Eldsupptök eru enn óþekkt en nokkrum aðilum grunar raforku fyrirtæki nokkuð um græsku og hafa nú þegar lögsótt það. 

Yfir sex hundruð manns er saknað í eldunum í Norður Kaliforníu.  Áður var talið að um þrjú hundruð manns væri saknað en viðbragðsaðilar hafa nú fengið rými til að yfirfara gögnin sín og kom þá í ljós að tvöfalt fleiri væri saknað. Tala látinna er nú kominn upp í 63 og hafa um tólf þúsund byggingar orðið eldinum að bráð. Herinn með aðstoð sérhæfðra hunda leita mannaleifa í brunarústunum og gert er ráð fyrir að leitin taki einhverjar vikur.

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur til Kaliforníu á morgun til  fundar við fórnalömb eldanna og til að sjá með eigin augum þann skaða sem eldarnir hafa valdið.

Rúmlega níu þúsund slökkviliðsmenn erfiða nú við að reyna að ráða niðurlögum eldanna sem hafa á  átta dögum valdið gífurlegu tjóni á mönnum og munum. Þeir telja sig hafa náð að hemja rétt undir helmingi eldanna en búist er við að þeir verði ekki hamdir að fullu fyrr en í lok mánaðar.

Ótrúleg myndbönd hafa náðst af eldinum, hefur þeim verið deilt á samfélagsmiðlum. Þetta myndband birtist fyrir skömmu á YouTube:

Eldsupptök eru enn óþekkt en nokkrir aðilar hafa nú þegar höfðað mál gegn raforku fyrirtæki sem þeir telja að hafi valdið eldunum þegar háspennulína fyrirtækisins bilaði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“