fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 11:42

Í fyrra hlaut Hrafnkell Óli Hrafnkelsson tíu ára fangelsisdóm fyrir hrottalegt ofbeldi gegn konu á þrítugsaldri. Nú ríflega ári síðar má finna aðgang á Tinder undir hans nafni og mynd. Ekki er útilokað að einhver annar en hann hafi stofnað aðganginn enda hefur ítrekað verið greint frá því að slíkir aðgangar hafi verið stofnaðir í óþökk viðkomandi.

Föngum  er bannað að vera á samfélagsmiðlum en það bann er ekki sérstaklega skilvirkt. Samkvæmt heimildum DV afplánar Hrafnkell dóm sinn á Akureyri. Fjöldi dæma er um að fangar birti á Facebook myndir innan veggja fangelsisins. Einn þeirra sem hefur gert það er Hrafnkell Óli en í fyrra birti hann mynd af sér í klefa sínum á Litla-Hrauni sem og varnarræður í stöðufærslu.

Mynd sem Hrafnkell birti á Facebook. Hún er tekin í fangaklefa.

Líkt og fyrr þá var Hrafnkell dæmdur fyrir gróft ofbeldi gagnvart konu.  Hann var dæmdur fyrir tilraun til manndráps, frelsissviptingu, nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn konunni. Hann svipti konuna frelsi sínu frá klukkan 5:30 til 8 þann 24. júlí árið 2016. Samkvæmt dómnum þá kom Hrafnkell óboðinn til konunnar ásamt félaga sínum eftir að hafa skemmt sér í miðbænum. Konan leyfði þeim að gista á sófa hennar í stofunni.

Áður en leið að löngu var hann kominn inn í svefnherbergi hennar og fór að káfa á henni. Þegar hún hafnaði honum hófst nærri þriggja tíma martröð. „Vitnið kvaðst þó hafa náð að losa sig og hlaupa fram á gang og opna útidyrahurðina, en vegalengdin sé svo stutt að ákærði hefði strax náð vitninu og snúið það niður með hálstaki fyrir utan útidyrahurðina. Vitnið kvaðst hafa reynt eins og það gat að sparka og klípa í punginn á ákærða og losna,“ segir meðal annars í dómi.

Samkvæmt dómi stóð þetta yfir lengi og fannst konunni eins og hún væri að deyja. Það eina sem hún muni af þessu hafi verið að hún hafi hætt að geta hreyft sig og hristist í fótunum.

Hér má lesa ítarlega lýsingu á dómi Hrafnkels.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús
Fréttir
Í gær

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar
Fréttir
Í gær

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“
Fyrir 2 dögum

Nauðsynlegt að fá samþykki

Nauðsynlegt að fá samþykki