fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 12:56

Ólafur Ásberg Árnason, annar eigenda hundanna sem kastað var grjóti í skammt frá Gálgahrauni á mánudag, segir að mæðgur hafi stigið fram daginn eftir og lýst ógnandi hegðun manns á sama svæði. Með mæðgunum í för var hundurinn þeirra.

Eins og DV greindi frá í gær lenti eiginkona Ólafs í miður skemmtilegri reynslu þegar hún fór út að ganga með hunda þeirra hjóna á mánudag.

„Hún Ragna mín fór út að viðra hundana í fyrradag í fallegu veðri, og þegar hún á srika 50 metra til baka úr Gálgahrauni, sér hún mann á göngustígnum sem var að rembast við að halda sér á hjóli með einni gjörð. Rögnu fannst þetta áhugavert og tók nokkrar myndir. Maðurinn datt nokkrum sinnum, og tók svo eftir því að Ragna væri að taka myndir, og kom sér fyrir á þeim stað sem hún færi inn á göngustíginn. 5-10 metrum áður en hún kemur að göngustígnum beygir hún sig fram og er að setja tauminn á beislið hjá tíkinni Ölfu, en á meðan röltir hundurinn Dínó, sem er orðinn gamall og gigtveikur síðastliðin 3 ár í átt að manninum, sem kemur á móti Dínó,“ sagði Ólafur í færslu sem vakti mikla athygli á Facebook.

Ragna taldi að maðurinn ætlaði að klappa hundinum en þess í stað sveiflaði hann hjólinu á Dínó. Því næst tók hann upp grjóthnullung sem hann kastaði í Ölfu og annað grjót sem hann kastaði í Dínó. Maðurinn gerði sig svo líklegan til að henda grjóti í Rögnu en það var þá sem vegfarendur skárust í leikinn. Ragna hringdi í Ólaf í kjölfarið sem hringdi á neyðarlínuna. Mættu lögreglumenn á vettvang stuttu síðar.

Í samtali við RÚV í morgun sagði Ólafur að það hafi komið honum á óvart að lögregla hafi sleppt manninum stuttu eftir að hún kom á vettvang. Þau hafi fengið þau skilaboð að þau gætu kært árásina en ekki treyst sér til þess í gær og muni gera það í dag. Þá hafi þau heyrt af fyrrnefndum mæðgum sem sögðust hafa lent í manni á sama stað daginn eftir. Miðað við lýsingar á honum sé um sama mann að ræða.

Ólafur sagði að hundarnir, sem eru vanalega ljúfir og mannblendnir, séu hræddir eftir atburðina á mánudag. „Ef það heyrist minnsta þrusk þá rísa þeir upp og urra. Hundarnir þora ekki að fara frá okkur,“ hefur RÚV eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús

Vopnað rán í Glæsibæ – Einn fluttur á sjúkrahús
Fréttir
Í gær

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar
Fréttir
Í gær

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“
Fyrir 2 dögum

Nauðsynlegt að fá samþykki

Nauðsynlegt að fá samþykki