fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Skelfilegt dýraníð á Álftanesi – Ólafur heyrði Rögnu öskra í símann: „Maðurinn tekur þá upp tveggja kílóa grjót“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síminn minn hringdi hjá mér kl. 15.50 á mánudaginn og heyri ég Rögnu, konuna mína öskra í geðshræringu, ekki grýta hundana, ekki grýta hundana. Svo slitnaði símtalið, sirka 20 sekúndur, síðar hringir síminn aftur, og er hún hágrátandi og biðst vægðar og segir, ég gerði ekkert af mér, af hverju ertu svona grimmur? Svo slitnar símtalið.“

Svo hefst átakanleg færsla Ólafs Ísbergs þar sem hann greinir frá hrottalegu dýraníði á Álftanesi. Hann segir í samtali við DV að eiginkona hans sé enn í áfalli vegna málsins. Í færslunni greinir hann frá því hvernig maður sem varð á vegi eiginkonu hans hafi grýtt hund þeirra með steinum.

„Ég hringdi strax í Neyðarlínuna og segi hvað ég hafði heyrt, því Ragna talaði aldrei við mig, heldur heyrði ég þegar hún öskraði, grét og talaði. Neyðarlínan gaf mér strax samband við Lögregluna sem fékk hjá mér símanúmerið hjá Rögnu. Á meðan keyrði ég heim eins hratt og ég þorði. Þegar ég kem að hringtorginu sem skilur að nýja og gamla Álftanesveginn, sá ég Lögreglubíl á göngustígnum og nokkuð af fólki. Ég legg við hliðina á jeppa sem var lagt upp á göngustíg líka, og hleyp til Rögnu og hundana, en Ragna var hágrátandi í mikilli geðshræringu. Lögreglan er að tala við gerandann og hinir mennirnir voru vitni. En svona er atburðarásin eins og ég skil hana,“ lýsir Ólafur.

Hann segir Ragna hafi farið í göngutúr með hundana sem endaði með ósköpum. „Hún Ragna mín fór út að viðra hundana í fyrradag í fallegu veðri, og þegar hún á srika 50 metra til baka úr Gálgahrauni, sér hún mann á göngustígnum sem var að rembast við að halda sér á hjóli með einni gjörð. Rögnu fannst þetta áhugavert og tók nokkrar myndir. Maðurinn datt nokkrum sinnum, og tók svo eftir því að Ragna væri að taka myndir, og kom sér fyrir á þeim stað sem hún færi inn á göngustíginn. 5-10 metrum áður en hún kemur að göngustígnum beygir hún sig fram og er að setja tauminn á beislið hjá tíkinni Ölfu, en á meðan röltir hundurinn Dínó, sem er orðinn gamall og gigtveikur síðastliðin 3 ár í átt að manninum, sem kemur á móti Dínó,“ segir Ólafur.

Hún hafi fyrst haldið að maðurinn hafi ætlað að klappa hundinum. Svo reynist ekki. „Ragna gladdist í hjarta sínu þegar hún sér þetta og hélt að maðurinn ætlaði að heilsa upp á Dínó sem er einn glaðlyndasti og blíðasti hundur sem ég hef kynnst. Allt í einu sveiflar maðurinn hjólinu að Dínó og lendir það á mjöðminni á Dínó og ýlfraði hann svo hátt að Ragna getur ekki hætt að hugsa um þetta skerandi hljóð. Lagðist Dínó í jörðina ýlfrandi og gat ekki hreyft sig. Ragna öskraði þarna upp og tíkin Alfa hljóp að manninum og gelti að honum. Maðurinn tekur þá upp 2 kíló grjót og hendir því í Ölfu, og tekur síðan upp annað grjót og hendir því í Dínó, þar sem hann liggur í jörðinni. Það var þarna sem Ragna hringdi í mig,“ segir Ólafur.

Að lokum komu þó vegfarendur Rögnu til aðstoðar. „Þegar maðurinn tekur upp þriðja grjótið og beinir því að Rögnu, þar sem hún hallar sér yfir Dínó, heyrast öskur frá manni sem er að koma að á reiðhjóli. Við öskrin frá manninum, sleppir níðingurinn þá grjótinu. og á sama tíma kom maðurinn á jeppanum úr hinni áttinni. En þeir heyra þegar níðingurinn segir á ensku að hann ætti að skjóta þau. Annað vitnið spyr strax hvort hann sé með skotvopn á sér. Svo byrjar níðingurinn að tala þýsku,“ lýsir Ólafur.

Lögregla kom stuttu síðar á vettvang. „Þessi atburðarás er svo ótrúleg að enginn myndi trúa henni ef vitnin hefðu ekki séð þetta. En maðurinn á jeppanum sá þetta þegar hann var að koma úr hringtorginu og keyrði þess vegna upp á göngustíginn. Lögreglan sleppti níðingnum um 10 mínútum eftir að ég kom og sagði við Rögnu að hún gæti komið á lögreglustöðina síðar og kært,“ segir Ólafur.

Líkt og fyrr segir er Ragna í miklu áfalli eftir þennan níðingsskap. „Ragna treystir sér varla úr húsi og hundarnir fara ekki frá henni, heldur elta hana eins og skugginn. Við sváfum mjög lítið um nóttina og lágu hundarnir upp í hjá okkur, en Dínó var með martraðir um nóttina og ýlfraði í svefninum og sparkaði, og vaknaði upp við minnsta þrusk urrandi. Hvort sem níðingurinn var ósáttur við að Ragna tók myndir af honum eða hann hatar hunda í fylgd með konum, þá á hann heima í fangelsi í sambúð með hundelskandi föngum,“ segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat