fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Sigurður ósáttur: Dæmi um að nágrannar hafi slegist – „Skeggöld og skálmöld í húsum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 09:35

„Við erum búin að knýja á þetta í 14 mánuði án árangurs. Við sjáum skeggöld og skálmöld í húsum. Menn eru farnir að slást með köplum og leiðslum. Menn eru farnir að klippa á og væna hvorn annan um að stela rafmagni frá sameigninni,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.

Í fréttum RÚV í gærkvöldi og í þætti Kveiks var meðal annars fjallað um orkuskiptin og rafbílavæðinguna. Sigurður gagnrýndi það að ekki væri búið að huga nægilega vel að innviðum og stjórnvöld hefðu brugðist seint og illa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.

Sigurður sagði að á borð Húseigendafélagsins kæmu nánast daglega fyrirspurnir um hvernig eigi að bera sig að vegna rafbílavæðingar íbúa fjölbýlishúsa. Þetta geti skapað vandamál í fjölbýlishúsum og dæmi séu um að menn hafi slegist, klippt hafi verið á leiðslur og íbúar vændir um þjófnað.

„Þessi fögru orð um rafbílavæðingu eru bara fagurgali og orðin tóm ef ekki er hugað að innviðum og nauðsynlegum lagabreytingum,“ sagði Sigurður í fréttum RÚV.

Sigurður sagði að félagið hefði fundað með félagsmálaráðherra fyrr á þessu ári og ráðherra fullyrt að frumvarp yrði lagt fram strax í haust. Síðan hafi lítið gerst, erindum félagsins ekki verið svarað og lítið sem ekkert gerst.

Sigurður sagði að stjórnvöld væru að bregðast of seint við. „Það er enginn vandi að hefja vinnu við þetta, ráðherra getur gert það með því að smella fingri, ég hef trú á því að hann hafi góða fingur til að smella,“ sagði Sigurður Helgi.

Fréttina má nálgast hér og umfjöllun Kveiks má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Víði leið illa að horfa á Gunnar: „Hvert erum við þá eiginlega komin?“

Víði leið illa að horfa á Gunnar: „Hvert erum við þá eiginlega komin?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni vill áfallavörn fyrir þjóðina: „Mikill kostnaður gæti hlotist af slíkum ófyrirséðum stóráföllum“

Bjarni vill áfallavörn fyrir þjóðina: „Mikill kostnaður gæti hlotist af slíkum ófyrirséðum stóráföllum“
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs

Björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs
Fréttir
Í gær

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“