fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Banksy-verkið komið út í garð – Styttist í förgun?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, deilir nokkuð dularfullri mynd á Twitter-síðu sinni en þar má sjá alræmda Bansky-verkið komið út í garð hjá honum. Hann áður lýst því yfir að hann ætli að farga verkinu og því mögulegt að það styttist í það.

Hann lýsti því yfir á Facebook í gær að hann hafi ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að losa sig við myndina við fyrsta tækifæri. Umrætt verk hefur umdeilt undanfarið en sumir telja óeðlilegt að Jón hafi tekið verki með sér eftir að hann hætti sem borgarstjóri.

Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við veftímaritið The Rumpus upplýsir Jón að hann hafi sent fulltrúa listamannsins skilaboð og óskað eftir mynd. Þá segist hann hafa fengið jákvætt svar gegn því skilyrði að myndin frá Banksy myndi eingöngu hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir á Facebook það vera glapræði hjá Jóni að ætla að farga verkinu. Hvetur hún til málamiðlunar:

„Mér finnst glapræði að farga því út af einhverri umræðu í samfélaginu og undir þeim formerkjum að hún trufli fólk og að það hafi á því skoðanir. Þá getur Jón Gnarr alveg eins skilað því á skrifstofu borgarstjóra og leyft því að hanga þar enda er þetta eina Banksy verkið á Íslandi og merkilegt fyrir margar sakir eins og listamaðurinn sjálfur. Hvernig væri sú málamiðlun? Bansky á borgarstjóraskrifstofuna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi