fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fréttir

Banksy-verkið komið út í garð – Styttist í förgun?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 16:29

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, deilir nokkuð dularfullri mynd á Twitter-síðu sinni en þar má sjá alræmda Bansky-verkið komið út í garð hjá honum. Hann áður lýst því yfir að hann ætli að farga verkinu og því mögulegt að það styttist í það.

Hann lýsti því yfir á Facebook í gær að hann hafi ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að losa sig við myndina við fyrsta tækifæri. Umrætt verk hefur umdeilt undanfarið en sumir telja óeðlilegt að Jón hafi tekið verki með sér eftir að hann hætti sem borgarstjóri.

Í viðtali við Jón frá árinu 2012 við veftímaritið The Rumpus upplýsir Jón að hann hafi sent fulltrúa listamannsins skilaboð og óskað eftir mynd. Þá segist hann hafa fengið jákvætt svar gegn því skilyrði að myndin frá Banksy myndi eingöngu hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir á Facebook það vera glapræði hjá Jóni að ætla að farga verkinu. Hvetur hún til málamiðlunar:

„Mér finnst glapræði að farga því út af einhverri umræðu í samfélaginu og undir þeim formerkjum að hún trufli fólk og að það hafi á því skoðanir. Þá getur Jón Gnarr alveg eins skilað því á skrifstofu borgarstjóra og leyft því að hanga þar enda er þetta eina Banksy verkið á Íslandi og merkilegt fyrir margar sakir eins og listamaðurinn sjálfur. Hvernig væri sú málamiðlun? Bansky á borgarstjóraskrifstofuna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu

Yfir 50 karlmenn grunaðir um að hafa greitt fyrir kynlíf með fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“

Silja Dögg: „Ég fór að gráta úti í bíl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“