fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fréttir

27 ungar manneskjur hafa látist af völdum fíkniefna það sem af er ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 05:50

Árum saman létust að meðaltali um 15 manns, yngri en 39 ára, af þeim sem hafa komið í meðferð hjá SÁÁ. En síðustu þrjú ár hefur staðan versnað til mikilla muna. 2016 létust 27 í þessum aldursflokki og í fyrra létust 25. Fyrstu 10 mánuði þessa árs létust 27 í þessum aldurshópi og stefnir í sorglegt met.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, að erfitt sé að horfa upp á þessa aukningu. Mikil umræða hefur verið um fíknisjúkdóma og sjálfsvíg ungs fólk í kjölfar frásagnar séra Vigfúsar Bjarna Albertssonar í byrjun vikunnar um þennan mikla vanda. Þar sagði Vigfús meðal annars að tugir hefðu látist það sem af væri ári og að margir hefðu tekið eigið líf. Hann skýrði einnig frá hrottalegri framgöngu handrukkara sem svífast einskis. Vigfús lýsir ástandinu sem faraldri.

Morgunblaðið hefur eftir Jóni Magnúsi Kristjánssyni, yfirlækni á bráðadeild Landspítalans, að ljóst sé að fíknivandinn hafi aukist mikið undanfarin 3-4 ár.

„Við sjáum um það bil tvöföldun á fjölda einstakra tilvika sem eru afleiðingar neyslu í ár frá því sem var fyrir ári. Mér finnst „faraldur fíknisjúkdóma“ mjög lýsandi hugtak fyrir þetta ástand. Allar tölur benda á sama veg, þetta er hratt vaxandi vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fyrir 2 dögum
Skák og mát
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“