fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 10:26

Mál gegn Össuri var fellt niður og honum greiddar bætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónunum Össuri Hafþórssyni og Lindu Mjöll Hafþórsdóttur fjórar milljónir í skaðabætur fyrir að hafa verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi frá fimmtudegi fram á mánudag. Þau eru eigendur húðflúrstofunnar Reykjavík Ink. Voru þau handtekin grunuð um að tengjast sprengjuárás á húðflúrstofunni Immortal Art í Dalshrauni þann 1. nóvember fyrir tveimur árum. Um var að ræða tívolíbombu sem var kastað inn um rúðu stofunnar með þeim afleiðingum að eldur kviknaði og stofan var gjöreyðilögð.

Ólavía og Andri

Á myndskeiði skömmu eftir 1. nóvember mátti sjá tvo menn koma á skellinöðru, stoppa hjá stofunni, brjóta rúðu og kast inn bombunni.

Lögreglan gerði húsleit á sjö stöðum og handtók fimm manns föstudaginn 4. nóvember. Krafðist lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að Össur, Linda, Kristens og Sævar yrðu úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. nóvember. Var einnig farið fram á að þeim yrði gert að sæta einangrun meðan á varðhaldinu stæði. Taldi Hæstiréttur að lögreglu hefði ekki tekist að tengja fjórmenningana við sprengjuárásina og var þeim sleppt 8. nóvember.

Í eldri frétt á DV var greint frá því að Immortal Art hafði einungis verið starfrækt í einn dag þegar skemmdarverkið var unnið. Í umfjöllun fjölmiðla kom fram að Ólafíu Kristjánsdóttur og Andra Má Engilbertssyni, sem eru eigendur Immortal Art, hefði ítrekað borist hótanir í aðdraganda opnunarinnar.

Í frétt á Stundinni sagði að meintur tilgangur hótananna væri sá að fæla eigendur Immortal Art frá því að stofna fyrirtækið og þar með koma í veg fyrir samkeppni. Þá greindi Fréttatíminn frá því að sprengjuárás hefði áður verið gerð á heimili Ólafíu og sú árás verið sambærileg árásinni sem gerð var á Immortal Art.

Reykjavik Ink

DV fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í viðtali við Andra og Ólafíu sagði Ólafía að mikið hefði gengið á eftir að hún hætti á Reykjavík Ink og eigendur verið ósáttir við að hún ætlaði að hætta þar störfum. Ólafía tjáði sig einnig á Facebook en þar greindi hún frá því að hún hefði lifað í hræðslu í eitt og hálft ár og ítrekað verið hótað: „Meðal annars hefur verið sagt „Brjóta á mér hendurnar, stinga mig í andlitið og láta mig lenda í sjúkrabíl.“

Eins og áður segir voru handtökur í málinu harkalegar. Farið var á heimili Lindu og Össurar og þau handtekin. Þá var sonur Lindu, Kristens og vinur hans Sævar Hilmarsson einnig handteknir. Össur og Linda voru handtekin af sérsveitinni á heimili sínu fyrir framan börn sín og það hefði tekið mjög á andlega. Þau sátu svo í einangrun þar til Hæstiréttur felldi gæsluvarðhald yfir þeim úr gildi. Í ágúst á síðasti ári var málið fellst niður.

RÚV greinir frá því að mannréttindi Lindu og Össurar hefðu verið skert og málið verið þeim andleg þrekraun.  Ríkið mótmælti ekki bótaskyldu en taldi upphæðina langt úr hófi. Dæmdi héraðsdómur þeim tvær milljónir hvor í skaðabætur. Hér mál lesa dóminn í máli Össurar. Hér má lesa dóminn í máli Lindu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga