fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Farangri erlendra ferðamanna stolið – Líkamsárás og vopnalagabrot

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 05:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því klukkan 18.50 til 21.07 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um innbrot í þrjár bifreiðar í miðborginni. Úr þeim var meðal annars stolið farangri erlendra ferðamanna. Klukkan 21.50 var maður handtekinn grunaður um innbrotin og þjófnaðina. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málanna.

Klukkan 22.46 var tilkynnt um líkamsárás í veitingahúsi í hverfi 108. Árásarþolinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en hann var með áverka í andliti. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom en vitað er hver hann er.

Klukkan 03.55 var maður handtekinn í Grafarholti en hann er grunaður um brot á vopnalögum og fleiri brot. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn á veitingahúsi í miðborginni. Hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“