fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Farangri erlendra ferðamanna stolið – Líkamsárás og vopnalagabrot

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 05:28

Frá því klukkan 18.50 til 21.07 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um innbrot í þrjár bifreiðar í miðborginni. Úr þeim var meðal annars stolið farangri erlendra ferðamanna. Klukkan 21.50 var maður handtekinn grunaður um innbrotin og þjófnaðina. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málanna.

Klukkan 22.46 var tilkynnt um líkamsárás í veitingahúsi í hverfi 108. Árásarþolinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en hann var með áverka í andliti. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom en vitað er hver hann er.

Klukkan 03.55 var maður handtekinn í Grafarholti en hann er grunaður um brot á vopnalögum og fleiri brot. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn á veitingahúsi í miðborginni. Hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“