fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ökumaður í vímu ók á ljósastaur – Fjöldi innbrota og þjófnaða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 05:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 23 í gærkvöldi var bifreið ekið á ljósastaur á Vesturlandsvegi í Árbæjarhverfi. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Dráttarbifreið þurfti til að flytja bifreið hans á brott.

Síðdegis í gær var lögreglunni tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bílskúr í hverfi 108. Ekki er ljóst hverju var stolið en skemmdir voru unnar á bifreið sem var í skúrnum. Einnig var tilkynnt um innbrot í bifreið í hverfi 105 en úr henni var stolið fatnaði og fleiru. Einnig var persónulegum munum stolið úr starfsmannaðstöðu verslunar í Kópavogi.

Þar með var þjófnaðarmálunum ekki lokið því loftpressu var stolið úr húsi í Árbæjarhverfi síðdegis í gær. Undir miðnætti var síðan tilkynnt um innbrot í hús í hverfi 108. Ekki er ljóst hverju var stolið en málið er í rannsókn. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í leikskóla í Breiðholti, ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Um klukkan 23 í gærkvöldi var maður handtekinn við veitingahús í hverfi 105. Hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Á fyrsta tímanum í nótt var ölvaður maður handtekinn í Breiðholti. Hann hafði valdið íbúum ónæði og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og að vera ekki með ökuskírteini meðferðis. Annar var handtekinn í nótt en sá er grunaður um ölvun við akstur og að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi