fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 13:27

Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu Pumori í Nepal árið 1988.

„Þetta er búið að vera [erfitt] núna fyrir marga og mig, svona hlutir sem maður hefur hugsað um og bara næstum því á hverjum degi í 30 ár. Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu. Þannig að einhvern veginn er búið að vera í mér þetta hvað hefði skeð ef að ég hefði verið með þeim, hefði eitthvað breyst í þessu, eitthvað orðið öðruvísi,“ segir Jón Geirsson, félagi íslensku fjallgöngumannanna,sem fundust látnir í Nepal 30 árum eftir að þeir fórust, í samtali við RÚV.

Lík íslensku fjallgöngumannanna Kristins Rúnarsson og Þorsteins Guðjónssonar fundust nýlega í fjallinu Pumori í Nepal 30 árum eftir að þeir fórust. Það var bandarískur fjallgöngumaður sem fann líkin. Þegar hann leitaði á þeim fann hann skilríki þeirra og sá að þeir voru íslenskir.

Sjá einnig: Lík Kristins og Þorsteins sem fórust í Nepal fyrir 30 árum fundin

Jón ræddi við DV um hvarf þeirra Kristins og Þorsteins fyrr á þessu ári. Með þeim Jóni, Kristni og Þorsteini var Bretinn Stephen Aisthorp. Stephen átti í erfiðleikum með að aðlagast lofthæðinni, var orkulaus og með iðrakveisu. Jón veiktist af miklum hósta sem hann losnaði ekki við. Urðu þeir báðir frá að hverfa fyrir síðasta spölinn upp hrygginn.

Fjallið Pumori í Nepal er 7.161 metra hátt. Það er nálægt Everest, hæsta fjalli í heimi. Mynd/Wikimedia commons

Jón segir í samtali við RÚV í dag: „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi. Bæði léttir og svo náttúrulega kemur allt upp aftur. En auðvitað að geta fundið [þá] og kannski vitað hvað gerðist.“ Hann telur að þeir Kristinn og Þorsteinn hafi lent í slysi á leiðinni niður af þessu 7 þúsund metra háa fjalli: „„Að geta klárað þetta dæmi, sem sagt vita hvað hefur skeð og ef hægt er að koma líkunum heim og jarða þá heima.“

Kristinn og Þorsteinn eru ekki einu Íslendingarnir sem hafa farist á Pumo Ri. Ari Gunnarsson, þrítugur sjómaður, fórst þar í slysi árið 1991 en hann var í för með erlendum hóp. Bæði Kristinn og Þorsteinn létu eftir sig unnustu, unnusta Kristins var þá ófrísk að syni þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“