fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Halldóra rifjar upp erfiða lífsreynslu: „Þetta var leyndarmál sem ég átti mjög lengi ein“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég rofna er ég miklu fljótari að ná mér saman heldur en þegar ég er heil,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir. Leikkonan var gestur í spjallþætti hjá Loga Bergmann, sem sýndur var í Sjónvarpi Símans á dögunum.

Í þættinum fer Halldóra um víðan völl og ræðir meðal annars pólitík, ferilinn, æskuárin, erfiðar minningar og mikilvægi MeToo-hreyfingarinnar. Leikkonan segir frá minningu sem hún hélt leyndri til margra ára og hvernig hún vann úr henni. „Ég var kynferðislega misnotuð þegar ég var sjö ára og það hafði mjög miklar afleiðingar. Þetta var leyndarmál sem ég átti mjög lengi ein,” segir Halldóra.

Leikkonan segist ekki hafa gert þetta upp með sjálfri sér fyrr en hún ferðaðist með samtökunum UNICEF til Úganda. Þar kynntist hún ambáttum barnahermanna, sem Halldóra segist hafa tengt sig við vegna áreitis sem þær höfðu upplifað. Þegar hún kynntist þessum konum vaknaði eitthvað í henni að hennar sögn, sem leiddi til þess að hún fór að fá martraðir úr eigin lífi.

„Það var eins og það hefði lifnað við í líkamanum á mér, því maður geymir svona leyndarmál djúpt í líkamanum,“ segir hún. „Þegar maður hittir á fólk sem hefur átt við sams konar vanda, þá ýtir það upp brotið þitt, en þarna fyrst fór ég að skilja hvað orðið „trauma“ þýddi.”

Halldóra telur ekki ólíklegt að þetta brot sem bjó með henni hafi haft áhrif á unglingsár hennar. Hún segir hafa verið rosaleg læti í sér á aldrinum tólf til tuttugu. Í dag segist hún þó vera með sjálfstraustið í lagi og tekur fram að lífið hafi róast snemma á þrítugsaldrinum þegar hún eignaðist dóttur sína, Steineyju Skúladóttur. „Þá kom akkeri í líf mitt,” segir Halldóra.

„Mömmur okkar töluðu ekki neitt“

Þegar Logi spyr Halldóru um skoðun hennar á MeToo hreyfingunni segir hún þróunina og umræðuna vera gríðarlega þarfa, að það hafi verið ósýnileg lína sem hafi færst til með tilkomu þessarar byltingar. Halldóra dregur upp myndlíkingu sem kemur fram í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Í myndinni leikur hún tvær systur, en önnur trúir á það að sækja hart í hlutina á meðan hin trúir því að hlutirnir lagist náttúrulega með tímanum.

„Tíminn lagar allt. Þú þarft eiginlega ekki að gera neitt nema vera heil manneskja sjálf,“ segir Halldóra. „MeToo og Höfum hátt færði þessa línu með þeim skilaboðum að þetta væri ekki í boði lengur. Við erum búin að segja rosalega margt upphátt sem ekki var pláss til þess að segja áður og þetta er erfiðara fyrir mína kynslóð heldur en fyrir yngri stelpurnar. Yngri stelpurnar eru dætur okkar. Mömmur okkar töluðu ekki neitt, þannig að mín kynslóð byrjaði aðeins að tala, en dætur okkar tala algjörlega frjálst og miklu frjálsara en við. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir mína kynslóð.“

Þegar Logi spyr hvort leikkonan hafi einhvern tímann hugsað um að fara í pólitík segist Halldóra hafa hugsað lengi um slíkan feril, en hún hefur ekki trú á því að hún verði forseti eða fari út í pólitík. Segist hún telja líklegt að hún sé betri þar sem hún megi vera svolítill rugludallur.

Þegar Logi bendir á að pólitíkusar geti þegar verið miklir rugludallar segir hún: „Ég held bara að ég sé of góð leikkona til þess að ég eigi að hætta að vera leikkona. Af hverju á ég að hætta að gera eitthvað sem ég er góð í til þess að gera eitthvað sem ég er kannski ekki rosalega góð í.“

Sjá má brot úr þætti Loga hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“