fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Handtekin fyrir að tjá sig um kynferðisáreitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. maí síðast­liðinn birti Amal Fathy mynd­band á Face­book þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferð­is­legri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagn­rýndi stjórn­völd fyrir að vernda ekki konur. Hún gagn­rýndi einnig stjórn­völd fyrir atlögu þeirra að mann­rétt­indum, bág kjör í landinu og lélega opin­bera þjón­ustu.

Í kjöl­farið var hún hand­tekin. Lögreglan réðst inn á heimili hennar að nóttu til þann 11. maí, handtók Amal og færði á lögreglu­stöð í Kaíró ásamt með manni hennar, Mohamed Lofty, og þriggja ára barni þeirra. Hann er fyrr­ver­andi  rann­sak­andi hjá Amnesty Internati­onal og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Egypsku mann­rétt­inda­nefnd­ar­innar. Mohamed og barnið voru látin laus úr haldi þremur klukku­stundum síðar.

Saksókn­arar skoðuðu mál hennar samdægurs og úrskurðuðu að henni skyldi haldið í varð­haldi í fimmtán daga í tengslum við rann­sókn á ákæru fyrir að „birta  mynd­band sem inni­heldur falskar fréttir og gæti raskað almanna­reglu“.

Nánar er fjallað um málið á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International og þar er hægt að skrifa undir áskorun um að Amal Fathy verði látin laus úr fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi