fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Starfsmenn Joylato segjast hafa verið sviknir um laun og beittir þrýstingi: „Þetta er eins og eitthvað stórundarlegt költ

Auður Ösp
Föstudaginn 9. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður ísbúðinnar Joylato á Njálsgötu segir rekstaraðila fyrirtækisins þrýsta á starfsmenn sína að lifa samkvæmt gildum Sri Chinmoy safnaðarins. Meðlimir safnaðarins þurfa að lifa samkvæmt ströngum reglum um hegðun og atferði. Mannlíf greinir frá þessu og ræðir við erlenda konu á þrítugsaldri sem starfaði hjá fyrirtækinu árið 2016.Segir hún felst starfsfólk fyrirtækisins koma erlendis frá og tilheyra umræddum söfnuði. „Þetta er eins og eitthvað stórundarlegt költ, og fólkið kallar sig lærisveina Sri Chinmoy.“

Myndir af leiðtogum uppi á vegg

Sri Chinmoy söfnuðurinn byggir á hugmyndafræði andlega leiðtogans Sri Chinmoy. Í grein á vef Vantrúar eru ýmis atriði sögð benda til þess að Sri Chinmoy söfnuðurinn sé költ.

„Meðlimir þurfa að lúta ströngum reglum um hegðun og atferði og er refsað, eru jafnvel útskúfaðir, ef þeir brjóta reglurnar. Meðlimirnir skulu vera grænmetisætur, skulu stunda hlaup og eiga að klæða sig á ákveðinn hátt. Þeir taka gjarnan upp gælunöfn í stað eigin nafna. Chinmoy hefur sagt að ástundun kynlífs hamli andlegum þroska og meðlimum er bannað að stunda kynlíf, jafnvel með maka.“

Þá kemur fram að nokkuð margir fyrrverandi félagar í söfnuðinum hafi ásakað Chinmoy um kynferðislega misnotkun samtökin vísað þeim ásökunum á bug.

„Töluvert virðist um það að meðlimir þurfi að vinna fyrir lítið eða ekkert kaup í fyrirtækjum Chinmoy og þeir meðlimir sem hætta í samtökunum eru iðulega útskúfaðir.“

Morgunblaðið fjallar um Joylato ísbúðina í grein sem birtist í mars á seinasta ári og ræðir við eigandann, Rúnar Gígja sem segist hafa byrjað að hugleiða og fylgja hugmyndafræði Sri Chinmoy árið 2003. Þá kemur fram að ísbúðin sæki innblástur í  hugmyndafræði Sri Chinmoy, og á veggjum búðarinnar megi sjá myndir af honum og fleiri andlegum leiðtogum.

„Mátti ekki vera einn í eldhúsinu með konu“

Konan sem Mannlíf ræður við var ráðin í starfið þrátt fyrir að vera ekki með íslenska kennitölu né bankareikning. Segir hún fyrirtækið hafa svikið sig um laun og hún hafi aldrei fengið launaseðla. „Ég fékk stöku sinnum vasapeninga úr kassanum, kannski 10 þúsund krónur á viku.“

Rætt er við annan  fyrrverandi starfsmann, erlendan karlmann á þrítugsaldri,. Bæði maðurinn og konan segja að þrýst hafi verið á þau að ganga í söfnuðinn.

„Lærisveinarnir þurftu að vakna fyrir klukkan sex, hlaupa daglega, hugleiða í hugleiðslustöðinni og einu sinni á dag þurfti fólkið að biðja eða hugleiða við mynd af Sri Chinmoy. Kynlíf og náin sambönd voru bönnuð og ég mátti til dæmis ekki vera einn í eldhúsinu með konu,“ segir maðurinn en hann segist jafnframt ekkert hafa fengið greitt fyrir yfirvinnu, laun hafi skilað sér illa og seint auk þess sem enginn skattur hafi verið greiddur.

Réttindalaus

Þegar maðurinn og konan leituðu til Eflingar vegna málsins fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera þar sem þau höfðu hvorki fengið launaseðla eða skrifað undir ráðningarsamning.

Fram kemur að þrjú félög tengist rekstri eigandans Rúanrs Gígja: Segðu minna gerðu meira ehf, Joylato ehf og Fasteignafélag MVB, sem áður hét Mamma veit best. Í samtali við Mannlíf segir  framkvæmdastjóri Mamma veit best að umræddir starfsmenn hafi alltaf verið á launaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí