fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sigurjón flutti til Alicante: Sjáðu hvað hann borgar á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson flutti til Spánar á haustmánuðum og hyggst hann dvelja þar í sex mánuði hið minnsta. Sigurjón, sem hefur marga fjöruna sopið í íslenskum fjölmiðlum, heldur úti vefnum Miðjan.is þar sem hann greinir meðal annars frá því helsta í íslenskri pólitík.

Hann skrifaði áhugaverða færslu á vefinn í morgun þar sem hann greinir frá því hvað hann borgar í leigu á mánuði. Óhætt er að segja að leiguverð í sólinni í Campoamor á Alicante, þar sem Sigurjón dvelur, sé töluvert hagstæðara en leiguverðið í Reykjavík.

Sigurjón segir:

„Við leigjum íbúð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, góðu eldhúsi og rúmgóðri og fínni stofu. Fyrir þetta borgum við 750 evrur á mánuði, sem var rétt um 93 þúsund krónur á mánuði þegar samningurinn var gerður. Með falli krónunnar er leigan nú um tíu þúsund krónum hærri en hún var.“ Leiguverðið er þá rétt rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði.

Samkvæmt vefnum Leiga.is er hægt að fá þriggja herbergja íbúð í hverfi 107 í Reykjavík á 240-250 þúsund krónur. Segir Sigurjón að töluvert hagstæðara sé að búa á Spáni en Íslandi. Þá þarf ekki að fjölyrða um veðrið; þó komið sé fram í nóvember segir Sigurjón að enn sé sumar, að minnsta kosti betra veður en sumar á Íslandi verður nokkru sinni.

Það er fleira en leiguverð sem er hagstætt því það kostar ekki ýkja mikið að fara út að borða.

„Kvöldverður fyrir tvö, til dæmis pizza eða pastaréttir, eitt vínglas og einn gosdrykkur, kostar oftast innan við tuttugu evrur og aldrei meira en 25 evrur. Það er að hámarki 3.500 krónur.“

Sigurjón endar færsluna á þessum orðum:

„Samanburðurinn er kannski aldrei réttur eða fullkominn. Hann hins vegar sýnir okkur hversu dýrt er að lifa heima. Þó vera hér færði okkur bara hlýindin og sólina er tímanum vel varið.“

DV greindi í apríl síðastliðnum frá því að hinn ástsæli útvarpsmaður, Guðni Már Henningsson, væri að flytja frá Íslandi til Tenerife því hann hefði ekki lengur efni á að búa hér. „Það vita það allir að leigumarkaður hér, hann er bara gaggalagú,“ sagði Guðni Már við það tilefni. Guðni tók íbúð á leigu, fjögurra herbergja, sem kostaði hann sem nemur 70 þúsund krónum á mánuði á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“