fbpx
Fréttir

Tíu handteknir fyrir að falsa íslensk vegabréf

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 12:17

Ljósmynd: DV/Hanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun tíu karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á skjalafalsi, þ.e. vegabréfafölsun. Mennirnir, níu erlendir ríkisborgarar og einn Íslendingur, voru handteknir á tveimur stöðum í umdæminu, en þar voru jafnframt framkvæmdar húsleitir. Einnig var lagt hald á gögn hjá einu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem tengist málinu.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hinir handteknu séu grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Mennirnir fengu úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá á þessu ári, en þegar þeir sóttu um nýskráningu (svokölluð full skráning) vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf þeirra væru bæði fölsuð og stolin.

Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina

Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina
Fyrir 22 klukkutímum

Morðið í miðasölunni


Morðið í miðasölunni

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla
Fréttir
Í gær

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“
Fréttir
Í gær

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“