fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Salvör segir Árna Mathiesen hafa sagt nauðgunarbrandara: „Klúrir og ruddalegir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. október 2018 23:00

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, segir á Facebook-síðu sinni að Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt nauðgunarbrandara á árshátíð Stjórnarráðs Íslands. Að hennar sögn hafi þetta gerst þegar Árni var ráðherra, en hann var ráðherra í samtals tíu ár, frá 1999 til 2009, fyrst sjávarútvegsráðherra en svo fjármálaráðherra.

Salvör Kristjana Gissurardóttir

Salvör segir frá þessu í samhengi við brotrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við HR. Hún segir að þrátt fyrir að orð Kristins hafi verið ruddarleg hafi ekki átt að reka hann. „Það reynir fyrst á hve mikill baráttumaður maður er fyrir tjáningarfrelsi og mannréttindum þegar um er að ræða fólk sem segir eitthvað sem maður hefur fyrirlitningu á. Ég tel að orðræða þessa kennara við HR sé ruddaleg og særandi fyrir ákveðna hópa en að maðurinn sé umsvifalaust rekinn úr starfi vegna þess er ekki verjandi og enginn sem virðir tjáningarfrelsið ætti að taka undir það. Ef þessi frásögn er rétt þá sýnist mér manninum ekki sýnd sanngirni,“ segir Salvör.

Hún segir að orðræða Kristins sé ekkert einsdæmi: „Hún er endurspeglun á samfélagi sem hatar konur og reynir að þrykkja þeim niður og útiloka þær frá völdum og þátttöku. Sem dæmi má nefna að fyrir mörgum árum var ég stödd á árshátíð Stjórnarráðs Íslands og hlustaði á heiðursgestinn Árna Mathiesen þáverandi ráðherra flytja hátíðarræðuna og hann ruddi út úr sér bröndurum. Ruddi út úr sér er rétta orðið því þessir brandarar vor klúrir og ruddalegir og man ég sérstaklega eftir einum sem var nauðgunarbrandari og gekk út á það hve gaman konum þætti að láta nauðga sér, ekkí síst á stríðstímum. Það er gott að við séum komin langa leið frá því að ráðamenn segi nauðgunarbrandara sem hluta af hátíðarræðum sínum en það er jafnslæmt að fólk geti ekki tjáð sínar forpokuðu skoðanir í lokuðum rýmum án þess að missa lífsafkomu sína.”

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“