fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Páll blandar sér í mál Kristins í HR: Efast um að konur yrðu reknar fyrir sömu sakir og hann

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 09:11

„Hefði kona verið rekin fyrir samskonar bjánaummæli um karlmenn?“ Þetta er spurning sem Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varpar fram á Facebook-síðu sinni í tengslum við mál Kristins Sigurjónssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Eins og DV greindi frá í gær var starfsmönnum HR tilkynnt að Kristinn hefði hætt störfum.

Þann 3. október fjallaði DV um mál Kristins sem kenndi kúrsa síðastliðinn vetur í raforkukerfum og kraftrafeindatækni. Á lokuðum Facebook-hópi sem nefnist karlmennskan lét hann falla ummæli um kynin á vinnustöðum:

„Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Hafði tvo kosti

Eftir að greint var frá brotthvarfi Kristins sagði hann í samtali við Eirík Jónsson að honum hefðu staðið tveir kostir til boða; að vera rekinn eða segja upp sjálfur. Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði skellt tveimur pappírum á borðið hans í síðustu, annars vegar uppsagnarbréfi frá skólanum og hins vegar uppsagnarbréfi frá honum sjálfum.

„Ég gerði hvorugt og er að hugsa minn gang. Ef ég segi upp sjálfur fæ ég einn aukamánuð greiddan ofan á þriggja mánaða laun þannig að það skiptir ekki öllu. Ég er 64 ára og geng ekki svo auðveldlega í annað starf. Ætli ég verði ekki að fara á atvinnuleysisbætur.“

Kristinn bætti svo við að ummæli hans hefðu farið fyrir brjóstið á samstarfskonum hans. „Þetta fór allt mjög fyrir brjóstið á konunum í HR og þá ekki síst mannauðsstjóranum. En ekki finnst mér það sæma háskóla að virða ekki skoðana – og tjáningafrelsi starfsmanna á lokuðum spjallþræði á netinu,“ sagði hann.

Páll Magnússon varpar þeirri spurningu fram hvort kona hefði verið rekin fyrir sömu ummæli. Sjálfur segist Páll efast um það og eru umræðurnar í þræðinum nokkuð áhugaverðar. Flestir eru þeirrar skoðunar að kona hefði ekki fengið sömu meðhöndlun ef ummælin hefðu fallið um karla.

„Held þær yrðu ekki reknar“

Einn, Guðmundur Örn Jónsson prestur, segist efast um að margar konur sem gegna lektorsstöðu við einhvern af háskólum landsins myndu láta svona „heimskuleg“ orð frá sér fara.

„Mér finnast þessi ummæli reyndar frekar bera vott um ákveðið þroskaleysi, þau lýsa a.m.k. ekki vel upplýstum einstaklingi, svo mikið er víst. En þetta eru auðvitað bara ein ummæli þannig að ég get auðvitað ekki dæmt um það hvort maðurinn er illa upplýstur, vanþroska eða illa innrættur.
Ég held hins vegar að ef maðurinn getur ekki með nokkru móti haldið þessum skoðunum sínum niðri þá hafi háskóli ekkert með slíkan mann að gera.“

Þessu svarar Páll með eftirfarandi orðum:

„Nei, ég held að það sé rétt hjá þér. Það eru trúlega ekki margar konur yfirleitt sem myndu láta svona vitleysu út úr sér. Held að þær yrðu samt ekki reknar fyrir það. Ég óttast hins vegar að þessi yfirdrifnu viðbrögð – að reka manninn umsvifalaust úr starfi – geti skaðað þann málstað sem þeim er ætlað að verja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó