fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Ólöf Arnalds glataði sparnaðinum – Þetta gerði hún þegar hún fékk synjun á kortið

Auður Ösp
Þriðjudaginn 9. október 2018 17:00

Ólöf Arnalds. Ljósmynd/Skjáskot af vef Youtube.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds var í námi erlendis haustið 2008 og hafði hugsað sér að lifa á sparnaði á meðan dvölinni stæði. Sú upphæð gufaði upp í efnahagshruninu og þá voru góð ráð dýr. Ólöf lét hins vegar ekki deigan síga, líkt og hún greinir frá í opinni færslu á facebook.

Um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan bankakerfið á Íslandi hrundi og setti efnahagslífið í landinu á hliðina. Íslenskir námsmenn erlendis fengu svo sannarlega að finna fyrir gengisfalli krónunnar enda neyddust margir til að hætta í námi og flytja aftur heim. Þeir sem urðu eftir þurftu að finna leiðir til að draga fram lífið, hvort sem það var með hlutastarfi, láni frá vinum eða ættingjum eða öðru.

Þegar hrunið átti sér stað var Ólöf stödd í skiptinámi í Finnlandi ásamt barnsföður sínum og ungum syni.

„Á nokkrum dögum varð sparnaðurinn fyrir dvölinni að litlu sem engu. Við bjuggum í fallegri Alvar Alto blokk í úthverfi Helsinki, í tómlegri íbúð. Ég stóð í lagadeilu við útgefanda sem reyndi mjög á sálartetrið. Undarleg blanda af brjóstaþoku og sting í maganum.

Einn daginn var ég úti að ganga með Ara og fékk þá hugmynd að fara í sund til að skola af mér áhyggjurnar en vantaði sundbol. Í nærfataversluninni fékk ég synjun á kortið.“

Ólöf lýsir því hvernig hún tók til sinna ráða en nú kom það sér vel að hafa bakgrunn í tónlist.

„Þá gerðist eitthvað innra með mér. Ég var brjáluð og ætlaði í sund sama hvað það kostaði. Ég rauk heim, sótti fiðluna mína og flýtti mér niður í næstu verslunargötu með Ara í kerru, opnaði kassann á fiðlunni og byrjaði að spila. Ég spilaði í klukkutíma og fékk 50 evrur. Fór svo og borgaði bolinn og fór í sund.“

Ólöf bætir því við að að  nokkrum dögum eftir hafi hún verið komin með finnskan bókara og og tókst henni að draga björg í bú það sem eftir lifði dvalarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Fréttir
Í gær

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“