fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Hvar er sjálfsvirðing okkar? Viljum við fórna landinu fyrir norska auðrisa og laxeldi?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 06:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er það happafengur fyrir íbúa í minni byggðarlögum að þar birtist skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilji setja upp fiskeldi í opnum sjókvíum? Er þetta frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem fær norska auðrisa til að fjárfesta í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? „Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki.“

Svona hefst grein eftir Gunnlaug Stefánsson, frá Heydölum, fyrrum alþingismann í Fréttablaðinu í dag en í henni fjallar hann um hin eldheitu fiskeldismál sem hafa sett mark sitt á umræðuna síðustu daga.

„Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir?“

Segir Gunnlaugur og bendir á að saga byggðanna sé þyrnum stráð af alls konar ævintýrum og fer ekki fögrum orðum um reynsluna af opnu sjókvíaeldi:

„Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum.“

Segir Gunnlaugur og spyr síðan hvort ekki sé nóg komið af ævintýrum?

„Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“