fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Guðrún segir mannanafnanefnd verja börn fyrir foreldrum í annarlegu ástandi: „Hver hugsar um blessuð börnin?“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 16:00

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Víglundsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar og fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, er ósátt við frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn. Segir Guðrún, sem var lengi forstöðumaður Orðabókar Háskólans, í umsögn sinni um frumvarpið að það hafi verið talað um mannanafnanefnd sem “afsprengi hins illa” og að nefndin hafi verið svert af fjölmiðlum. Segist hún hafa margoft rætt við foreldra í annarlegu ástandi sem hafi viljað furðulegustu nöfn á börnin sín, ef nefndin yrði lögð niður þá væri enginn að hugsa um börnin.

Frumvarpið, sem er lagt fram af Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og fimm öðrum þingmönnum, kveður á um víðtækar breytingar á núverandi lögum í átt að frelsi einstaklinga til að velja hvaða nafn sem þeir vilja. Er einnig kveðið á um að leggja niður mannanafnanefnd. Málið er umdeilt meðal fræðimanna, Eiríkur Rögnvaldsson fyrrverandi prófessor fagnaði því þegar það var fyrst lagt fram í vor og sagði það skref í frelsisátt.

Guðrún gerir stórar athugasemdir við greinargerð frumvarpsins og segir það beinlínis vinna gegn íslensku mál- og beygingakerfi. Segir hún það glórulaust að fullyrða að „sárafá“ dæmi séu um að nefndin hafni nöfnum sem gæti orðið börnum til ama og að slík nöfn væru mun algegnari ef ekki væri fyrir nefndina: „Ég átti fleiri samtöl við foreldra en tölu verður á komið þar sem undarlegustu hugmyndir voru ræddar, oft löng og á öllum tímum sólarhrings. Ég gaf aðeins góð ráð en sagði viðkomandi að skrifa nefndinni.”

Nefnir hún sérstaklega eitt dæmi um konu sem hún ræddi við í síma: „Stúlka hringdi og spurði hvað ég héldi um nafnið Guð Rún. Nú væri sagt að Guð væri kona. Mætti hún þá ekki velja nafnið Guð á dóttur sína. Ég benti henni á að kyn Guðs hefði enn ekki verið endanlega sannað og hvort ekki væri betra að bíða með nafnið á næstu dóttur. Þá væru rannsóknir hugsanlega lengra komnar. Ég heyrði ekki í henni aftur.”

Segir Guðrún að ef frumvarpið yrði að lögum mætti stúlkan heita Guð Rún: „Gjörsamlega glórulaust. Ég hefði getað nefnt mörg fleiri dæmi en læt það ógert. Það væri eins og að skvetta vatni á gæs.”

Í fylgiskjali er umsögn Guðrúnar við frumvarpinu frá því það var fyrst lagt fram í vor, ræðir hún þá sérstaklega frelsi foreldra til að velja nafn á barnið sitt: „Auðvitað á réttur foreldra að vera mikill en hver hugsar um blessuð börnin þegar illa stefnir? Þegar ég sat í mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Í gær

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!