fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fréttir

Kolbrúnu óglatt – „Algerlega miður mín, fyllist brjálaðri reiði og fer að gráta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. október 2018 20:38

Kolbrún Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er fátt sem veldur mér eins miklum viðbjóði og andlegri vanlíðan og dýraníð. Ég get ekki horft á myndir af slíku en bregði fyrir frétt af dýraníði er dagurinn ónýtur hjá mér og oftast nær nóttin á eftir líka. Ég verð algerlega miður mín, fyllist brjálaðri reiði, fer að gráta, mér verður óglatt, get ekki um annað hugsað en get ekkert gert í stöðunni.“

Þetta segir borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins í skeyti sem hún sendi DV. Kolbrún er reið og sorgmædd eftir að hafa séð frétt DV þar sem birt var myndband af bónda á Íslandi að afhausa hænsni á sérstaklega hrottalegan hátt fer nú eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá bónda slá höfuð af hænsni og öskra „hausinn af“. Myndbandið hefur vakið óhug, sérstaklega meðal þeirra sem eru vegan. Kolbrún segir:

„Ég spyr mig stöðugt hvers konar mannvera getur gert svona? Hver hefur það í sér að pynta sér til gamans ómálga, varnarlausar lífverur sem eiga allt undir okkur mannskepnunni? Um orsakir? Það eitt tel ég víst að sá fullorðinn einstaklingur sem þetta gerir er ýmist alvarlega andlega sjúkur eða illur nema hvort tveggja sé.“

Þá bætir Kolbrún við:

„Þeir sem gera svona af barnaskap, í fíflagangi eða af því þeir eru áhrifagjarnir eiga eftir að líða illa þegar þeir hafa fengið ögn meiri þroska. Sé um að ræða börn má telja víst að þeim líður hræðilega illa með sjálfa sig af einhverjum orsökum, innri og eða ytri.“

Kolbrún skorar á fólk að láta Matvælastofnun eða yfirvöld vita verði þau vitni að dýraníð.

„Ég hef margsinnis hitt fólk sem gerði svona lagað á yngri árum og gæfi mikið til að hafa ekki gert þetta því samviskan er að drepa það. Minningin um svona viðbjóðslegar gjörðir elta jafnvel alveg fram á grafarbakkann. Við verðum að reyna að gera allt til að sporna við svona löguðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“