fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Gunnar Smári segir Kristjönu að vera á höttunum eftir betri starfslokasamning

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. október 2018 10:14

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segir að Kristjana Valgeirsdóttir, fjármálastjóri Eflingar, sé einungis á höttunum eftir betri starfslokasamning. Um helgina fullyrti Morgunblaðið að ólga ríkti meðal sumra á skrifstofu Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður stéttarfélagsins. Kristjana ku hafa neitað að greiða reikning frá eiginkonu Gunnar Smára, Öldu Lóu Leifsdóttur,  fyrir verkefnið Fólkið í Eflingu.

Gunnar Smári segir að reynt sé að mála upp þá mynd að hann sé einhverskonar leiðtogi sértrúarsöfnuðar. „Æði held ég að þetta eigi eftir að verða leiðinlegt mál, að festast á milli deilu fjármálastjórans Eflingar og yfirmanna hennar. Lögfræðingur og ráðgjafar hennar telja augljóslega að hún fái betri starfslokasamning við Eflingu með því að teikna upp mynd af forystu Eflingar sem einhvers konar cult-söfnuði þar sem ég á að vera Raspútín á bak við tjöldin, en ekki upprisu grasrótarinnar gegn spilltri og aðgerðarlítilli forystu,“ segir Gunnar Smári.

Sjá einnig: 

Gunnar Smári er fokillur út í Kristjönu – „Ég bið ekki að heilsa henni ef þið rekist á hana“

Gunnar Smári svarar umfjöllun Moggans:„Ég er atvinnulaus og fæ hvergi vinnu, ekki einu sinni íhlaupaverkefni“

Gunnar Smári sakar fjármálastjóra Eflingar um spillingu – Segir hana hafa beint viðskiptum til sambýlismanns síns

Hann segist ekkert hafa skipt sér af málefnum Eflingar. „Ef einhver hefur áhuga á raunveruleikanum þá skipti ég mér akkúrat ekkert af Eflingu, þar er fólk kosið og ráðið til að stýra félaginu. Ég hef ekki komið inn á skrifstofu Eflingar síðan ég hitti Sigurð Bessason þar fyrir mörgum árum, það er svo langt síðan að ég man ekki erindið. Það er lykilatriði í vaxandi hreyfingu að hver sinni sínu, það skapar glundroða og er ávísun á árangursleysi ef allir vilja hafa skoðun á öllu og ráða sem mestu,“ segir Gunnar Smári.

Hann bætir enn fremur við að ljóst sé að gagnbyltingaröfl reyni að berjast gegn nýrri stjórn. „Fólkið í Eflingu, meirihlutinn sem félagsmenn sendu þangað inn til að umbylta félaginu, er augljóslega upp fyrir haus í baráttu við gagnbyltingaröflin, sem vilja halda félaginu eins og það var orðið eftir áratuga eyðileggingu fámennrar klíku sem náð hafði völdum í félaginu. Ég óska forystu Eflingar góðs gengis í þeirri baráttu. Mín ráð til hennar er vera trú erindi sínu, kröfu 80% félagsmanna um endurreisn félagsins og róttæka stefnubreytingu,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að lokum að hann sé nú að einbeita sér að Samtökum leigjenda á Íslandi: „En mínar orrustur þessa dagana eru á öðrum vettvangi, um daginn fékk heimild fyrrum stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi til að vinna að endurreisn þess félags og það tókst vel. Fram undan eru aðrar orrustur, sem munu byggja upp hreyfingu alþýðunnar, byggja upp fleira forystufólk og á endanum kollvarpa auðvaldinu og þeim sem ganga erinda þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“