fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fréttir

Guðrún varð sorgmædd í Hagkaup: „Get varla horft!! Tryllist“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. október 2018 19:03

Verulegar umræður áttu sér stað innan Femínistaspjallsins um helgina en þar deildi Guðrún nokkur mynd sem hún tók í einni verslun Hagkaups. „Varð sorgmædd í Hagkaup í dag,“ skrifar Guðrún og birtir mynd af leikföngum, annars vegar „partísett prinsessunnar“ og hins vegar „verkfærasett smiðsins“. Mynd af stúlku var á fyrrnefnda settinu meðan mynd af pilti var á því síðarnefnda.

Nokkur fjöldi femínista tjáir sig um vörunnar. „Sá þetta einmitt um daginn. Fannst þetta hræðilegt!,“ segir ein kona meðan önnur segir: „Get varla horft! Tryllist“. Sú þriðja segir: „Ég verð oft sorgmædd þegar ég er í barnavörudeild Hagkaupa. Eru þau ekki búin að fá sirka 1000 kvartanir yfir því hvernig þau stilla upp leikföngum og hvaða föt þau panta inn og svona? Af hverju ætli þau séu svona þrjósk í þessu?“

Einn karl kveður sér hljóðs og segist ekkert sjá að þessu: „Ég sé ekkert á þessu dóti sem segir, strákar meiga bara kaupa eitt og stelpur bara hitt, þetta eru bara pakningarnar, afhverju að kvarta yfir svona litlum hlut, þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem hjálpar stelpum né strákum til að kvarta yfir.“

Þessu svarar ein kona og segir þetta skólabókadæmi um leikföng markaðsett út frá kynjahyggju. „Ekkert á partísettinu sem bendir til þess að það sé bara fyrir stelpur? Ég sé ekkert að smíðasettinu ef það væri eitt og sér en það er mjög oft með svona dót þar sem eru búnar til tvær útgáfur frá sama merki, samskonar pakkningar etc, að annað þeirra er ætlað stelpum og hitt strákum. Oft heita vörurnar stelpu eitthvað og stráka eitthvað sem það gerir ekki í þessu tilfelli en mer finnst samt augljóst hvað er ætlað hverjum. Partísettið er með mynd af prinsessu og það er stelpa framaná pakkanum. Smíðasettið er hlutlausara en samt er mynd af strák framaná. Stelpusettið snýst um bollakökur, punt og partí en strákasettið snýst um gáfur, fikt og að laga hluti. Þetta er bara mjög klassískt dæmi um dót markaðsett út frá kynjahyggju,“ segir kona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Í gær

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Í gær

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri